Á myndinni (frá v.) Örn S. Ingibergsson, fv. formaður SPES Ísland, Bera Þórisdóttir, Dominique Plédel Jónson formaður SPES Ísland
Í byrjun þessarar aldar komu saman þrír frumkvöðlar, mannvinir og sterkir leiðtogar og veltu fyrir sér hvað þeir gætu gert til að láta gott af sér leiða til framþróunar mannkyni, þetta voru þeir Njörður P Njarðvík, Claude Voileau frá Frakklandi og Victor Demedeiros frá Tógó. Niðurstaða þeirra var sú að byggja heimili fyrir munaðarlaus börn í Lomé höfuðborg Tógó og úr því varð SPES. Það yrði of langt mál að rekja þá sögu hér í dag enda efni í heila bók. Uppbygging SPES heimilanna voru að mestu leiti fjármögnuð af íslenskum velunnurum. Það er ekki ofsögum sagt og má til sanns vegar færa að sá sem leiddi verkefnið af ótrúlegum dugnaði, ósérhlífni og framsýni var Njörður en hann var ekki einn að verki því við hlið hans stóð Bera Þórisdóttir eiginkona hans sem unnið hefur alla tíð af miklum dugnaði að uppbyggingu og rekstri SPES heimilanna. Hún hefur verið óþeytandi í að efla menntun barnanna og verið okkur hinum í stjórn Íslandsdeildar SPES stoð og stytta. Alltaf er hægt að leita til hennar með þau mál sem þarfnast úrlausnar.
Stjórn Íslandsdeildar SPES hefur af þessu tilefni ákveðið að gera Njörð og Beru að Heiðursmeðlimum Íslandsdeildar SPES.
Ég vil biðja þau að kom hér upp og veita viðtöku blómvendi sem örlitlum þakklætisvott fyrir þeirra skerf til góðgerðamála og framþróunar mannkyni.
Örn S. Ingibergsson, formaður SPES Ísland á aðalfundinum