Forsíða
Loading...

Allir eru velkomnir í Spes Fjölskylduna

Þú getur breytt heiminum –  fyrir barn, sem á fárra kosta völ.

Þegar þú ákveður að taka þátt í starfi SPES, tekur þú að þér að styðja barn og gefa því framtíð. Hér fyrir neðan eru nokkrar algengar spurningar og svör við þeim. Hikaðu ekki við að senda okkur skilaboð á Facebook eða í tölvupósti.

Við erum ein stór fjölskylda. Velkomin í hópinn.

Hvernig get ég hjálpað?
  • Gerast styrktarforeldri. Full framfærsla kostar 80€ eða um 12.000 ISK á mánuði. Hálfur styrkur eða annað hlutfall miðast við þessa upphæð, en lágmarksstyrkur er 3.000 ISK. Til að koma í veg fyrir aukakostnað, er best að skrá þessa greiðslu sem reglulega greiðslu í heimabankanum. Styrktarforeldrar fá þá sendar fréttir og upplýsingar, eru boðaðir á aðalfund og aðrar samkomur ef haldnar eru og taka þátt í stjórnarkjöri.
  • Gerast styrktaraðili SPES. Fyrir 1000 ISK á mánuði eða meira að eigin vali.
  • Gefa frjálst framlag. Hægt er að gefa frjálst framlag og leggja inn á reikning samtakanna: 0342-26-2200, kennitala: 471100-2930.
  • Kynna SPES-samtökin fyrir vinum, vandamönnum og fyrirtækjum.

Sendu okkur línu á spes@spes.is til að vita meira!

Hvert renna peningarnir?

Allt fé sem SPES safnar og foreldrar leggja til rennur að fullu til barnaþorpanna í Tógó. SPES er hugsjónafélag og allt stjórnarstarf er unnið í sjálfboðavinnu. Skrifstofukostnaður er enginn og stjórnarmenn kosta allar ferðir til Tógó sjálfir. Allt fé sem berst rennur því beint til barnanna og til byggingarframkvæmda við heimilin.

Heimamenn í Tógó taka virkan þátt í stjórn SPES og halda utan um rekstur heimilanna í sjálfboðavinnu, en einungis starfsfólk á heimilunum fá greidd laun fyrir vinnu sína. Lögð er áhersla á að líf barnanna sé eins eðlilegt og kostur er og því er greitt fyrir leikskólapláss fyrir yngstu börnin og hin eldri ganga í almenna skóla í hverfinu. Þannig tengjast börnin betur umhverfi sínu og menningu og með styrkjum til skólanna njóta fleiri börn ávinnings af söfnunarstarfi SPES.

Af þeim 80 evrum sem franfærsla hvers barns kostar á mánuði, fara 10 evrur í sérstakan menntunarsjóð, sem er eins konar framtíðarsjóður. Er honum ætlað að kosta frekara nám, hvort heldur sem það er háskólanám eða iðnnám, og auðvelda þeim að hefja sjálfstætt líf.

 

Um Tógó

Tógó er smáríki í Vestur-Afríku, milli Ghana í vestri og Benín í austri, um það bil helmingi minna en Ísland með tæplega 8 milljón íbúa. Fyrrverandi frönsk nýlenda sem fékk sjálfstæði 1960. Stjórnskipan er lýðveldi með aðskilnaði framkvæmda- og löggjafarvalds. Forseti er þjóðkjörinn og myndar ríkisstjórn, en ráðherrar mega ekki sitja á þingi.

Helstu atvinnuvegir eru landbúnaður og námagröftur (fosfat, kalksteinn, marmari, salt). Fátækt er mikil en hefur aðeins minnkað á síðustu árum; meðalárstekjur samsvara 1.500 Bandaríkjadölum. Lífslíkur eru nú 65 ár, um 67% eru læs og skrifandi (15 ára og eldri).

Trúarbrögð eru hefðbundin náttúrutrú (50%), kristni (30%), islam (20%).

Þjóðin er friðsöm, vingjarnleg og gestrisin.

Almannaheillafélag og skattfrádráttur

SPES Alþjóðleg barnahjálp er nú skráð sem „almannaheillafélag með starfsemi yfir landamæri“. Styrktaraðilar, hvort sem þeir styrkja SPES beint eða eru styrktarforeldrar, geta því fengið skattfrádrátt vegna framlags síns til félagsins ef greiðslur eru samtals a.m.k.10.000 ISK yfir árið.

Upplýsingarnar frá styrktaraðilum eru sendar sjálfkrafa til skattstofunnar og koma sjáfkrafa fram á skattskýrsluna

Þú getur hvenær sem er gengið til liðs við SPES. Skráðu þig með því að hafa samband á Facebook, eða nýta þér skráningaformið hér á vefsíðunni eða senda mail á spes@spes.is

Styrktarforeldrar

Full framfærsla barns ásamt 10€ í menntunarsjóð er 80€ á mánuði eða jafnvirði í íslenskum krónum.

Gert er ráð fyrir að fólk ætli sér að styrkja barnið þar til það er að minnsta kosti 18 ára og hefur lokið starfsnámi eða námi á hærra skólastigi, þó eru börning aldrei lengur á framfæri SPES fjárhagslega en til 24 ára aldurs.. Með styrknum elur þú í raun önn fyrir barninu þínu og styrkir til menntunar og sjálfstæðis á fullorðins árum. Þú færð reglulega fréttir af barninu þínu, myndir og aðrar upplýsingar og getur ef þú vilt sent barninu kveðjur, gjafir og upplýsingar.

Það er hægt að taka þátt í framfærslu barns að hluta til og fá samt tengingu við ákveðið barn, myndir og aðrar upplýsingar. Sjá nánar undir „Styrkja SPES“

Sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyninu. SPES þarf á þér að halda. Skráðu þig í dag.

Nýjustu fréttir

SPES France heimsækir okkur

17, júní, 2024|Slökkt á athugasemdum við SPES France heimsækir okkur

Það var frekar vindasamt og svalt þegar þau komu til Íslands í byrjun Júní, Francoise og Patrick Marchant - hún er formaður SPES France og hann stjórnarmeðlimur. Það var einstaklega ánægjulegt að kynnast þeim og [...]

  • Örn, Bera, Dominique

Bera og Njörður heiðursfélagar SPES barnahjálpar

28, maí, 2024|Slökkt á athugasemdum við Bera og Njörður heiðursfélagar SPES barnahjálpar

  Á myndinni (frá v.) Örn S. Ingibergsson, fv. formaður SPES Ísland, Bera Þórisdóttir, Dominique Plédel Jónson formaður SPES Ísland Í byrjun þessarar aldar komu saman þrír frumkvöðlar, mannvinir og sterkir leiðtogar og veltu fyrir [...]

Ný stjórn kjörin 6. maí 2024

28, maí, 2024|Slökkt á athugasemdum við Ný stjórn kjörin 6. maí 2024

Nú stjórn SPES Barnahjálp var kosin á aðalfundinum þ. 6. maí 2024. Í henni sitja: Formaður: Dominique Plédel Jónsson  dominique(hjá)simnet.is Varaformaður: Örn Sævar Ingibergsson  orning47(hjá)imnet.is Ritari: Sigríður Jónsdóttir  siggaiceland(hjá)gmail.com Gjaldkeri: Snjólaug Steinarsdóttir  snjolaug(hjá)ru.is Meðstjórnandi: Guðrún [...]

Aðalfundur 2024 – fundargerð og lagabreytingar

28, maí, 2024|Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2024 – fundargerð og lagabreytingar

              Á fundinum sem var haldinn mán. 6. maí s.l., var samkvæmt dagskrá ný stjórn kosin og eftirfarandi  lagabreytingar samþykktar einroma: 3. grein hljóðar svo: „Félagsmenn eru þeir sem [...]

Aðalfundur 2024 – Skýrsla formanns fyrir 2023

28, maí, 2024|Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur 2024 – Skýrsla formanns fyrir 2023

            Fundarstjorinn (Vésteinn Ólason) og formaðurinn (Örn S. Ingibergsson) "Fundarstjóri, kæru styrktarforeldrar og aðrir velunnarar SPES. Starf Íslandsdeildar SPES gekk prýðilega fyrir sig árið 2023, við erum að mestu laus [...]

Aðalfundur SPES Ísland 6. maí 2024 kl 19 – Neskirkju

2, maí, 2024|Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur SPES Ísland 6. maí 2024 kl 19 – Neskirkju

Aðalfundur Spes Ísland verður haldinn mánud. 6. maí kl 19 í Safnaðarheimili Neskirkju kl 19.. Hægt er að taka þátt á fjarfundi í gegnum Zoom og er linkurinn eftirfarandi: https://spes.is/wp-login.php?redirect_to=https%3A%2F%2Fspes.is%2Fwp-admin%2F&reauth=1 Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar [...]

Go to Top