SPES 20 ÁRA!
Sunnud. 5. mars kl 18
Neskirkja
Fjölbreytt dagskrá (sjá neðar)
Eins og kemur fram á forsíðunni, var SPES barnahjálp stofnað 1999 og hefur verið virkt síðan, styrktarforeldrar koma frá Íslandi, Frakklandi, Belgíu, Austurríki og víðar að og hafa styrkt u.þ.b. 180 börn í tveimum barnaþorpum í Lomé og Kpalimé. Við munum fagna tímamótum þessum á viðeigandi hátt í Neskirkju og er dagskráin svohljóðandi:
- Tónlist og ávarp (tónlistastjóri Neskirkju og Skúli Ólafsson sóknarprestur)
- Örn S. Ingibergsson formaður SPES barnahjálpar kynnir verkefnið og framtíð þess
- Halldór Þorsteinsson les kaflann um Tógó úr bók sinni um ferð í Vestur Afríku
- Anna Svava Knútsdóttir og Ásta Briem segja frá sinni dvöl í SPES barnaþorpi – í máli og myndum
- UPPBOÐ á munum frá Tógó
- Léttkrydduð afrísk súpa í boði
- Kaffi
Tau frá Tógó verður með vinsæla varning sinn til sölu í þágu munaðarlausuhæli.
Aðgangur ókeypis.
Við þurfum fleiri styrktaraðila og fleiri styrktarforeldra – mundu: bjargaðu barni og þú bjargar mannkyninu !