Barnaþorpin
Þorpið í Lomé
Lomé er hafnarborg syðst í Tógó við Guineuflóa og eru íbúar um 1 ½ milljón.
Utan miðbæjarkjarnans er byggðin lágreist og teygir sig vítt yfir sléttuna og þar er SPES heimilið í hverfi sem nefnist Kélégougan.
Á heimilinu eru alls 110 börn (júní 2020), en 26 þeirra búa nú á sérstöku unglingaheimili sem SPES rekur skammt frá aðalheimilinu. Í Lomé eru 59 drengir og 51 stúlka.
Þorpið í Kpalimé
Kpalimé er stærsti bærinn í Kloto sýslu, sem er landbúnaðarhérað. Íbúar eru tæplega 80.000.
Þar eru gróðurmiklar hæðir og umhverfið þykir mjög fallegt. SPES heimilið tók til starfa 2009 í hverfinu Zomayi.
Í Kpalimé eru börnin nú 76 (júní 2020) 37 stúlkur og 39 drengir.
Börnin ganga í hverfisskólana en þorpin eru þeirra heimili. Þegar SPES hóf störf í Kpalimé var enginn leikskóli í bænum. Íslensk hjón gáfu þá fé til að byggja slíkan skóla og SPES hafði umsjón með framkvæmdum. Skólinn er nú rekinn af bænum og yngri börnin frá SPES hafa notið góðs af.
Á báðum stöðum njóta SPES heimilin virðingar og velvildar. Nágrannar og ýmis félög
koma iðulega færandi hendi, aðallega með matvöru, hreinlætisvörur og fatnað. Ættingjar
barnanna koma einnig gjarnan í heimsókn.
Barnaþorpin tvö eru byggð eftir teikningum Tógóska arkitektsins Henry Apety sem hafði að
fyrirmynd gamalt þorp í Norður Tógó. Í Lomé risu húsin á lóð sem þáverandi forseti landsins
Eyadema Gnassingbé gaf samtökunum að eigin frumkvæði, en í Kpalimé var það bærinn sem lagði fram lóðina fyrir milligöngu borgarstjórans Victor Samtu.
Byggingarnar eru reistar fyrir söfnunarfé aðallega frá Íslandi en einnig frá Frakklandi.
Þróunarsamvinnustofnun Íslands lagði fram góðan styrk ásamt Co-op France Togo, sem og bæði einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi.