Aðalfundur SPES Barnahjálp – Íslandsdeildar fór fram í Safnaðarheimili Neskirkjunnar mánudaginn 2. júní s.l. og var góð mæting, yfir 20 manns. Hér fyrir neðan er skýrsla stjornar fyrir árið 2024 og ársreikningar 2024 þó ekki undirrituð (verður gert næstu daga).
Aðalfundur 2025 Skýrsla formanns 2024
Guðný Einarsdóttir og Kristín Hrund Whitehead, sem höfðu báðar verið nýlega á ferð um Tógó með fjölskyldu sínni, gáfu okkur innsýn inn í daglegu lífi þar í landi. Eiginmaður Kristínar, Balema, sem er frá Tógó, átti einmitt afmæli þann dag og var vel klappað fyrir honum. Myndirnar töluðu svo sínu máli.
Þar sem stjórnin var kosin 2024 til þriggja ára, mun hún halda áfram sínum störfum næsta árið.
Á myndinni eru Guðný (t.v.) Balema, Bera Þórisdóttir og Kristín H.