Í byrjun desember 2014 útskrifaðist Martha Nana, 17 ára stúlka sem býr á heimili SPES, frá hótelskóla í Kpalimé. Hún lagði áherslu á matreiðslu og framreiðslu. Hún er fyrsta barnið frá SPES sem lýkur starfstengdu námi, 4 börn eru í menntaskóla og mörg eru að ljúka grunnskóla.

Martha var í hópi fyrstu 8 barnanna sem SPES tók að sér 2001 og bjó fyrstu árin á heimili SPES í Lomé en flutti síðar ásamt nokkrum elstu barnanna til SPES í Kpalimé. Draumur hennar er að verða sérmenntuð í kökubakstri og mun SPES aðstoða hana við það.