Það gleður okkur mikið að Eliza Reid, forsetafrú, er styrktarforeldri hjá SPES Alþjóðlegri barnahjálp. Hún styrkir lítinn dreng á heimili SPES í Kpalimé í Togo.

Eliza er velkunnug í Togo. Hún ferðaðist ein sem blaðamaður um Vestur Afríku árið 2006 og heimsótti mörg lönd. Hún skrifaði greinar um þetta ferðalag sem birtust í Morgunblaðinu. Finna má grein sem hún skrifaði um ferð sína um Togo og heimsókn á heimili SPES í Lomé á slóðinni : https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1139828/