Claude Gbedey lést 13.september 71 árs að aldri. Hann var heiðursvaraformaður SPES international og starfaði fyrir SPES allar götur frá upphafi. Lengst af sá hann um fjármálin í Tógó en í rauninni var hann aðalmaðurinn þar – og vakinn og sofinn yfir öllu.  Hann kom nær daglega á heimilið í Lomé og sinnti börnunum af ást og umhyggju, var þeim sem ástríkur afi. Það leyndi sér ekki hversu vænt þeim þótti um hann – og reyndar öllum sem kynntust honum og störfuðu með honum. Enda var hann einstakur maður, heilsteyptur og hreinhjartaður. Fráfall hans er mikið áfall, ekki bara fyrir SPES og börnin heldur fyrir alla sem höfðu samskipti við hann.

Síðustu árin var hann ræðismaður Íslands í Tógó og kom mörgum til aðstoðar í því starfi, ekki síst þeim Íslendingum sem hafa ættleidd börn frá Tógó.

Hans er sárt saknað.