Hringferð ungu hjólreiðakappanna þriggja sem hjóluðu kringum Ísland til að kynna starfsemi Spes-samtakanna lauk í gær þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri tók á móti þeim á Ingólfstorgi. Ásamt því að kynna starfsemi Spes-samtakanna söfnuðu piltarnir framlögum og áheitum fyrir samtökin.
Af því tilefni mun borgarstjórinn líka tilkynna um rausnarlega gjöf til samtakanna, en allt fé sem Spes aflar rennur til byggingar barnaþorps fyrir foreldralaus börn í Tógó í Vestur-Afríku.