Sigurður P. Högnason opnaði sölusýningu í Galleríi Sævars Karls fimmtudaginn 25. September.
Sigurður sýndi 17 nýjar akrýlmyndir, bæði abstrakt og fígúratífar. Á sýningunni seldust nokkrar myndir en enn eru myndir til sölu. Það má hafa samband við hann beint vegna þeirra.
Hann styrkir SPES barnahjálp með 30% af andvirði allra mynda sem seljast.
Hann hefur áður veitt SPES góðan stuðning.
Sigurður Pétur Högnason fæddist í Reykjavík 08. nóv 1945, hann er lærður Rafvélavirki og hefur unnið sem Rafverktaki í um 40 ár. Hann er nú búsettur í Hrísey, kvæntur Elínu Jóhannesdóttur og eiga þau fjórar uppkomnar dætur.
Sigurður hefur lengi haft áhuga á myndlist, tónlist, ljósmyndun og hverskyns sköpun. Hugmyndir sínar sækir hann úr ýmsum áttum eins og sjá má akrílmyndunum. Síðustu misseri hafa fjörur og grjótnámur verið aðalefniviður í olíumálverkum hans. Sigurður stundaði nám í myndlistaskóla Arnar Inga og í myndlistaskólanum á Akureyri á árunum 1997-1999. Sigurður sýnir einnig myndir í vinnustofu sinni í Njálshúsi, Austurvegi 26, Hrísey. Gallerýið er opið eftir samkomulagi. Sími: 8481377
Samsýningar:
Vorsýningar Myndlistaskóla Arnars Inga 1998 og 1999
Hríseyjarhátíð, í Sæborg 2003
Vorkoman, Tónlistarskóli Dalvíkur 2005
Einkasýningar:
Ketilhúsið, Listahátíð á Akureyri 2001
Bláa Kannan, Akureyri 2002
LJósheimar, Reykjavík 2005
RE/MAX Reykjavík 2005
Energia Veitngarhús, Smáralind Kópavogi2005
Deiglan, Listasumar Akureyri 2005