
Með þorpshöfðingjanum (Mynd Guðný)
Guðný Einarsdóttir, fv. formaður Spes Ísland og börnin hennar tvö – og Kristín Jónsdóttir (betur þekkt sem Parísardaman) og fjölskylda hennar eða alls 10 manns, fóru til Tógó um jólin 2024. Þær tóku með sér fullar töskur af gjöfum til barnanna í Spes þorpunum. Val var tekið á móti þeim – en Kristín, sem situr í stjórn Spes Ísland og Spes International, tók einnig með sér fyrstu 5 spjaldtölvur til að hefja verkefnið „Smiley Charity“. Þetta verkefni er styrkt af Hringfaranum, og Gunnar Stefánsson prófessor í HÍ stýrir því. Það gengur út á það, að kenna börnunum stærðfræði á ákveðinn hátt og hjálpa þeim þannig til að ná betri +arangri í námi. Meira um það á næstunni.
(Myndirnar eru frá Giðnýju og Kristínu)