Þremenningarnir sem lögðu af stað þann 18. júlí s.l. í hjólreiðatúr til styrktar Spes-samtökunum, sem eru að byggja barnaþorp í Tógó fyrir foreldralaus börn þar í landi, fengu í dag styrk til byggingar þorpanna frá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Þremenningarnir eru nú á síðasta spretti hringferðarinnar, en þeir heita Gísli Hvanndal Ólafsson, Guðjón Heiðar Valgarðsson og Dagbjartur Ingvarsson. Gísli er ljóðskáld en Guðjón og Dagbjartur skipa saman hljómsveitina Palindrome.