Dominique Dörflinger-Luquet, formaður SPES International, og hennar maður Reinhard Döflinger stjórnarmeðlimur (bæði frá SPES Austurríki) heimsóttu Ísland í lok maí 2025. Þau gátu setið aðalfund Íslandsdeildar SPES þ. 2. júní og kynntust mörgum þeirra sem styrkja á Íslandi vegalaus börn í Tógó. Að sjálfsögðu skoðuðu þau sig um og fengu eins og oftast verður, allskyns veðursýnishorn á meðan dvöl þeirra stóð.