Þorpið á að samanstanda af fjórum svefnhýsum, eldhúsi, matsal, tómstundahúsi og húsi fyrir skrifstofu. Þegar þessu er lokið verður fyrsta húsið notað fyrir styrktarforeldra sem þar geta dvalið gegn hóflegri greiðslu.
Fyrsta húsið var fullbyggt 2003 og voru börnin þá flutt þangað. Nýja heimilið var vígt 30. október. Þá var hægt að bæta við 10 börnum og þau voru orðin 30 talsins. Í byrjun síðasta árs var búið að afla fjár fyrir byggingu næsta húss og var henni lokið að fullu í mars 2005. Elstu börnin hafa flutt þangað. Við það losnar pláss fyrir 20 börn til viðbótar. Nú eru þau orðin 52 (janúar 2006).
Verið að reisa þriðja húsið. Það verður fullbyggt um mitt ár 2006. Þá á enn eftir að reisa tvö svefnhýsi, eldhús og matsal, tómstundahús og loks hús fyrir skrifstofu um 120 börn og starfsfólk. Þar að auki á eftir að ganga frá endanlega frá útivistarsvæðinu, sem er til hægri á meðfylgjandi skipulagsteikningu Henri Apeti.