Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á starfsemi Spes Barnahjálp í Tógó og er aðgangur ókeypis að sjálfsögðu.
Dagskráin :
Venjuleg aðalfundarstöf (engin kosning í ár)
Guðný Einarsdóttir, fv. formaður Spes Barnahjálp Ísland og Kristín Hrund Whitehead sem er gift manni frá Tógó, hafa verið nýlega á feð um Tógó, heimsótt barnaþorpin eða tekið púlsinn á daglegu lífi og munu þær segja frá sinni reynslu.
Dominique Luquet, formaður SPES Austurríki og formaður SES International, er stödd hér á landi og mun vera gestur okkar á fundinum.