Ný stjórn SPES International tók við eftir aðalfundinn sem var haldinn í París þ. 22. september 2024 og ný framkvæmdastjorn mynduð. Dominique (Mrs!) Doerflinger Luquet, formaður Spes Austurríki var kosin formaður og Dominique Plédel Jónsson, formaður Spes Ísland, kosin varaformaður. 13 félagar eru í Framkvæmdastjórninni, frá Spes Frakklandi, Austurríki og Íslandi. Vegna ástæðna var ákveðið að hún starfi í eitt ár til að byrja með.