Anna Svava og Ásta Briem eru farnar af stað til Lóme.
Endilega fylgist með þeim. Þær ætla að búa í barnaþorpinu í Lóme og gera heimildarmynd um börnin okkar.

Hér er smá sýnishorn af sögunum, sem finna má með því að smella á hlekkinn.
http://annaogastaitogo.wordpress.com/

„LIgg upp í rúmi og var að vakna fyrsta morguninn minn hérna í Lomé. Við Ásta reyndum án árangurs að senda sms heim í gær til þess að láta vita af okkur. Á meðan ég er að skrifa þetta sé ég annað slagið litla svarta hönd teygja sig upp í gluggann á herberginu okkar og banka ofurlaust. Krakkarnir eru æst að við förum á fætur. Allavegana við komum í gærkvöldi. Það var tekið á móti okkur eins og kóngum. Bílferðin að heimilinu var æði. Göturnar úr drullu og allt holótt. Fólk út um allt að selja eitthvað í vegakanti….æi, þetta er bara svona stemmning eins og maður sér í fullt af bíómyndum en er núna staddur í henni. Svo keyrði bílinn inn um hliðið á heimilinu og þá gerðist það!!!! Trilljón börn komu að bílnum og tosuðu okkur út. Þau tóku í hendurnar á okkur og allir voru að keppast að heilsa okkur. Við sáum farangur okkar leysast upp og hann hvarf bara. Allir vildu sýna okkur hvað þau væru sterk og gætu haldið á miklu. Ég og Ásta vorum gjörsamlega í sjokki yfir þessu. Síðan vorum við dregin inn og við fengum herbergi. Það er mjög stórt og flott. Svo áttu við að koma út í garð – STRAX. Þar voru allar “mömmurnar” og þær kynntu sig.“