Kæru vinir vonarbarnanna okkar í Tógó:
Með þessari mynd af knattspyrnuliði SPES sendum við ykkur öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæld og frið á nýju ári.
Við þökkum ykkur öllum fyrir tryggð ykkar og stuðning við börnin.
Við förum til Tógó frá París 27. janúar og verðum þar í þrjár vikur.
Nú er heimilið í Kélégougan í Lomé fullbyggt, – sjö hús á jafnmörgum árum.
Nýja heimilið í Kpalimé verður formlega vígt 14. febrúar.
Þá verður einnig formleg afhending nýs húss fyrir barnaskólann í Kélégougan með sex nýjum kennslustofum.
Bestu kveðjur, Njörður og Bera