Unglingadeild Álftamýrarskóla hefur sýnt SPES mikinn hlýhug. Eftir að hafa kynnt sér hjálparstarf almennt á ýmsa vegu stóðu þau fyrir markaði í skóla sínum þar sem þau buðu til sölu ýmislegt sem þau höfðu sjálf búið til og safnað.

Ágóðann tæp 250.000 ISK hafa þau afhent SPES og verður féð notað til að styrkja unglingaskólann í Kpalimé.
Þar hófu 7 unglingar frá SPES nám nú í október.

SPES sendir unglingunum í Álftamýrarskóla hugheilar þakkir fyrir dugnað þeirra, fórnfýsi og samhug. Margar myndir á www.alftamyrarskoli.is