SPES barnaþorpin í Tógó kynntu verkefnið í Kringlunni þ. 11. febrúar og voru stjórnarmeðlimir og aðstoðarmenn að dreifa bæklingum og skráningarblöðum, svo og að líma þessa fallega límmiða okkar á öll börn, þau voru öll „SPES vinir“! Vinsælastar voru þó Skoppa og Skrítla sem löðuðu að sér börn og fullorðna, sem sérstakir sendiherrar SPES og mörg voru brosin á andlit barnanna – og fullorðna. TAU frá TÓGÓ seldu vel af fallegum munum sem báru með sér solina inn í þennan stormasaman laugardag. Styrkurinn frá Þróunarsamvinnustofnun Utanríkisráðneytisins kom sér vel til að dreifa kynningarefni – og við þökkum Kringlunni og öðrum sem komu að þessu eins og HljóðX.