Það var frekar vindasamt og svalt þegar þau komu til Íslands í byrjun Júní, Francoise og Patrick Marchant – hún er formaður SPES France og hann stjórnarmeðlimur. Það var einstaklega ánægjulegt að kynnast þeim og mikið var rætt um starfsemi SPES í báðum löndum – þar sem SPES Ísland var stofnmeðlimur og SPES France nýjasta deildin. Það verður enn ánægjulegra að starfa saman í framtíðinni og við hlökkum bara til.

(frá vinstri: Elísabet Sigurðardóttir, Bera Þórisdóttir, Snjólaug Steinarsdóttir, Francoise Marchant, Dominique P. Jónsson, Patrick Marchant)