SPES á Íslandi fékk heldur betur góðar fréttir í dag sem við megum til með að deila með ykkur.
Hún Halldóra N. Björnsdóttir íþróttafræðingur og morgunleikfimis útvarpskona með meiru hefur ákveðið að hlaupa fyrir okkur í Reykjavíkurmaraþoninu í ár.
Sérlega ánægjulegt framtak og vonandi margir muni heita á hana eða fylgja hennar fordæmi og taka fram hlaupaskóna. Það mun heldur betur koma sér vel fyrir elsku börnin okkar í Togo.