Formaðurinn Eva María Gunnarsdóttir setti fundinn kl.10:15 og bauð fundarmenn velkomna. Mættir voru um 40 manns
Fundarstjóri var kosinn Njörður P. Njarðvík og ritari fundar Lena Magnúsdóttir
Njörður kynnti dagskrá fundarins: 

  1. Starfsemi Íslandsdeildar SPES - skýrsla stjórnar: Eva María Gunnarsdótttir, formaður.
  2. Umræður um skýrslu stjórnar
  3. Reikningar félagsins kynntir og bornir upp til samþykktar: Bera Þórisdóttir , gjaldkeri.
  4. Tillaga um hækkun árgjalds.
  5. Kosning stjórnar til þriggja ára: Formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, meðstjórnandi
  6. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga til þriggja ára.
  7. Olga Sif Guðmundsdóttir sýnir myndir og segir frá upplifun sinni á heimili SPES.
  8. Önnur mál.
  9. Fundarslit.

1. Skýrsla stjórnar.  
Formaður gerði grein fyrir starfsemi félagsins. Árið 2007 var mjög gott og stórir styrktaraðilar stóðu við stóru orðin.  Bæklingur var búinn til og dreift í hús.
Sagði frá ferð Skoppu og Skrítlu til Lomé og að hún hafi verið ómetanlegt fyrir börnin þar og hérlendis. Börnin eru 87 og 37 þeirra hafa íslenska styrktarforeldra.  Hægt er að skoða ræðu formanns í heild sinni á vefnum undir greinar.
2. Reikningar 
Reikningar voru skýrðir út af Beru Þórisdóttur. Engin útgjöld og engar eignir.  Fjármagn fer bara inn og út af reikningnum og eru sendir til Frakklands.  
325.000 EUR voru sendar frá Íslandi til SPES í Frakklandi.  70% af heildartekjum koma frá Íslandi.  Reikningar eru samþykktir einróma.
3. Hækkun árgjalds.  
Styrktarforeldrar greiða ekki árgjald en aðrir félagsmenn greiða í dag 3.000.  Tillaga kom fram um að hækka gjaldið í 5.000.- Samþykkt einróma.
4. Kosning stjórnar 
Njörður þakkaði  Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi formanni SPES fyrir störf hans þann tíma sem hann veitti samtökunum forystu. Fram kom að það er að miklu leyti honum að þakka að SPES stendur svona vel.  Hann hefur nú dregið sig í hlé og var kjörinn heiðursfélagi í september 2007.  Tillaga kom frá stjórninni um að Ólöf Nordal taki við formennsku  og var það samþykkt einróma.  Njörður færði henni grímu frá Togó.  
Ólöf þakkaði traustið og gat þess að hún hafi lengi haft áhuga á þessu starfi.  Þegar Njörður hafði samband við hana  fannst henni þetta spennandi og var ákveðin að taka þetta að sér þó að hún léti ganga nokkuð á eftir sér.  
Tillaga var um að varaformaður yrði áfram Eva María Gunnarsdóttir, gjaldkeri Bera Þórisdóttir, ritari Lena Magnúsdóttir og meðstjórnandi Jón Sigurðsson.  Það var samþykkt einróma af fundarmönnum.
Gísli Benediktsson og Þórdís Linda Guðjónsdóttir voru kosnir skoðunarmenn reikninga.  
5. Ferð til Lóme 
Olga Sif Guðmundsdóttir sagði frá ferð sinni til Lóme. 
Hún fór ítarlega í gegnum daginn með börnunum og lýsir heimilinu sem henni þykir mjög gott. Hægt verður að skoða ferðasöguna undir greinar.
Í framhaldi af hennar frábæra fyrirlestri þakkar Njörður henni fyrir og segir frá því að  Elísa Snæbjörnsdóttir og Björn Thor Jóhannsson hafa mikinn áhuga á því að fara út.  Þau stóðu upp og kynna sig.  
6. Frásögn Njarðar  af stöðunni í Togo og aðalfundi SPES í París
Njörður sagði frá lífinu í Togo og frá fundinum í París. Hægt að sjá fundargerð aðalfundar á vefnum  á ensku undir greinar.
Heildartekjur samtakanna 2007 voru EUR 451.400.  Varasjóður er til í Frakklandi fyrir því að reka heimilið í 2 ár.  Frá því að starfið byrjaði hafa verið sendar um EUR 1.100.000.  Öllum byggingarframkvæmdum í Lóme er lokið en það á ennþá eftir að ganga frá svæðinu í kring.  Í byrjun febrúar verður allt klárt og þá á að halda veislu.
Fyrsta svefnhýsi er tilbúið í Kpalime og tvö næstu eru að klárast.  Það verður notað til að byrja með og það er verið að reyna að finna starfsfólk. Stefnt er að því að halda vígsluhátíð þar á sama tíma.  EUR 20.000 verða lagðar í að byggja leikskóla í Kpalime.  
Ákveðið var á fundinum í París að leggja fram EUR 60.000 til að byggja 6 nýjar skólastofur í Lóme.  Einnig verður lagt fram fjármagn í húsgögn.
Nú er lagt til hliðar EUR 10 á hverjum mánuði á hvert barn í menntunarsjóð þannig að þegar þau eru 18 ára þá geti þau farið í áframhaldandi nám.  
7. Ýmis mál
Spurning kemur úr sal:  Hvernig eru tengsl við samfélagið og hvernig mun þetta hafa áhrif á umhverfið þar sem aðbúnaður barnanna okkar er á margan hátt betra en annarra í kring?  Njörður: Það er rétt að þau hafa rennandi vatn, 3 máltíðir á dag,lyf og fleira.  En þau fóru ekki í einkaskóla heldur almennan skóla.  SPES- krakkar fara ekki nægilega vel með hlutina sína þar sem þau vita að þau fá nýja sem er afleitt.  Nú fara börnin að verða kynþroska og þá koma ný og önnur vandamál.  Bera sagði mikinn velvilja í hverfinu og allir væru mjög jákvæðir.  Foreldrafélagið í skólanum er hliðholt SPES og er þakklátt.  Verkamenn fá vinnu og starfsfólkið á heimilinu.  Börnin eiga vini í skólanum en leitað er eftir því  að fá fjölskyldur til að taka börnin heim til sín.  
8. Önnur mál 
Engin önnur mál á dagskrá.
9. Nýkjörinn formaður, Ólöf Norðdal sleit fundi klukkan 11:30 og þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund.

Minutes of SPES meeting on Sunday 25 May 2008, commencing at 1537pm at Rue Jules Breton, Paris.

Present: Njördur Njardvik, Claude Voileau, Michelle Voileau, Brian Roberts, Robert Knudsen, Alain Voileau, Marianne Bargil, Eliane Knudsen, Claude Gbedey, Randall Czerenda, Clara Wajs, Elisabeth Franckson, Jacques Pante, Francis and Simone Altglas, Bruno Veber, Bera Thorisdottir, Philippe Etienne, Françoise Crozes De Medeiros, Ragnheiður Olafsdottir, Jean-Marie de Rubinat, Lena Magnusdottir.
Have sent excuses: Klaus Frösén and François Mercier.
The President, Njördur Njardvik welcomed members to the 2008 General Assembly and the Vice President confirmed that the meeting complied with legal requirements in that the correct number of members were present. 
Njördur Njardvik reported that the general situation in respect of finances, construction, care of the children and support for Kélégougan school was very good. He welcomed the architect Henri Appety and other new members. 
Njördur Njardvik said that the fourth and last dormitory is 98% complete with only the tiles, entrance floor and bathroom remaining. Therefore construction of the SPES home in Lomé is almost finished. The playgrounds remain to be completed. The architect, Henri has already drawn up plans for roads to be built.
Njördur Njardvik went on to say that we should be very pleased for we have built seven houses in six years. He said that it would not be a good idea to take the adjacent plot, which currently is used as a football ground, but behind the centre is a school for handicapped children which is now closed and abandoned. Claude Gbedey proposes that we try to obtain this land for use by our teenagers.
In Kpalimé, the second project is well advanced. The refectory is almost finished and the first dormitory is up to the second floor. The problem is a shortage of cement which has delayed the work. Hopefully we can resume around the end of the year. A search for personnel is underway and recruiting should start towards the end of the year or the beginning of the next.
Regarding the school at Kélégougan, we wanted to help them improve. We gave them electricity and furniture and built a secure perimeter wall, including a house with three classrooms. Also, we had paid for special training for the teachers. He proposed about 60,000 Euros this year for equipment. The plan now is to build the second floor on the house already completed, plus another house. This helps the school in many ways, for example new classrooms bring new teachers, so the number of children per class reduces. WE have been working width the children’s parents in an effort to facilitate what they need and this is a benefit for all the children in Lomé – this can only enhance SPES’s reputation. 
There are now 87 children in care and the 88th is due soon, with 10 more to follow later. The newest children are four sisters and brothers with Icelandic sponsors. Generally the children’s health is good but the work at the school is not as satisfactory as before. Equipment is not properly cared for.We have hired a psychologist, for it is important that children get answers to their questions as they get older. An orphanage is never ideal but we do our utmost to work as well as possible. We require staff to treat the children with love and care so that they feel well and secure in their own home. It is difficult to monitor this from Europe but have confidence in the local staff. We do not want tatas who do not look after the children. There are abuse stories from ll over the world – physical, mental and sexual. We must be extremely careful. Our home, however, is better than most.
There is no kindergarten in Kpalimé. Our children should mix with others, so last year we decided to build a kindergarten there. We have plot but construction has not started. .
SPES elsewhere:
v     The idea for a project in Brazil came to nothing
v     In Senegal, the cost was unrealistic, so was not accepted due to the expense
v     In Cameroon, there is a realistic project but the problem is a lack of contact and a lack of information. Suddenly on 23.5.08 we received an email with information about a house, staff and possible costs. But we need contacts, people we know and can trust. So NN proposed that we wait for reassurance. Before making any decisions. This was agreed..
v     There is a new idea from Randall Czerenda – the USA will study the possibility of starting a project in Haiti, with one of their people responsible. Njördur Njardvik proposed that Randall Czerenda researches further and reports to the Council of Administration in January, including ownership of land. This was agreed.
Njördur Njardvik proposed that Claude Gbedey should study the possibility of obtaining the former school in Lomé for the handicapped.. The cost is not known, but should be included in the study.  This was agreed.

Finances

Claude Voileau presented his report (the auditor was not present).
Claude Voileau proposed the budget for 2008:and this was agreed.
Claude Voileau also proposed 
v     approval of the 2007 accounts and this was agreed with special thanks to Claude Voileau.
v     35 Euros subscription – agreed.
v     77 Euros sponsorship per child per month and any surpluses to be used for construction – agreed.
v     180,000 Euros expenses for investments. 10,000 Euros to finish the home, 61,000 Euros for the Kélégougan school and 109,000 Euros for Kpalimé - agreed.
In reply to a question from Robert Knudsen, Claude Voileau confirmed a bank balance of 450,000 Euros.
In reply to a question from Catherine Wajs, Njördur Njardvik said that one of the girls is deaf and requires special education, for which a special budget has been created. When the required amount is known, a special sponsor will be sought.
Francis Altglas asked about the reaction of the State to the creation of schools and Njördur Njardvik pointed out that we only help to build on what exists already, in cooperation with the State. Our objective is to try to make schools better.
In reply to a question from Jacques Pante, Claude Voileau confirmed that the amount of the water drilling was included in the budget.
Claude Voileau said that there are approximately 380 members of SPES.
Njördur Njardvik reported that 86,000 Euros remain in an Icelandic bank awaiting exchange and transfer.
Njördur Njardvik said that three members had resigned for various reasons and the Council of Administration had provisionally replaced them with Bera Thorisdottir, Rietje Kasteel and Randolph Czerenda. He asked the General Assembly to confirm this, which was agreed.
He added that next year, the whole Council of Administration will have to be renewed with a new board.
Miscellaneous: none.
The President thanked all the present and closed the meeting. 
The President,                                                                      The Secretary,
Mr. Njordur Njardvik                                                             Mr. Brian Roberts

Kæru SPES-vinir:
 
Ég sendi ykkur svolitlar fréttir frá aðalfundinum í París.
Þið munið svo fá formlega fundargerð þegar hún hefur borist.
 
Aðalfundur SPES International í París 25.05.2008.
 
Skýrsla formanns
1)      Börnin
Börnin eru nú orðin 87 og  eiga 36 þeirra íslenska styrktarforeldra.
Þau eru öll við góða heilsu og gengur almennt vel.
Við erum þó ekki alveg ánægð með frammistöðu sumra þeirra í skólanum.
Áfram verða fengnir leiðbeinendur til að hjálpa börnunum við heimanám.
Ein fóstra hefur verið látin hætta störfum, því að hún átti til að vera grimm við börnin.
Með auknum barnafjölda verða ráðnar 4 nýjar fóstrur og einn karlmaður til að létta
skrifstofustörf forstöðukonunnar.
Kokou (sem sagði börnunum sögur og kenndi þeim söngva úr tógóskri hefð) hefur verið ráðinn
Í fullt starf og sér um tómstundahúsið, skipuleggur uppbyggingu þess og nýtingu, - og verður eins konar
umsjónarmaður  tómstunda og leikja barnanna.
Kostnaður við hvert barn verður óbreyttur.
 
2)      Byggingaframkvæmdir
Þorpið í Lomé er nú nánast fullbyggt. Einungis er eftir að leggja flísar á gólf í fjórða og síðasta svefnhýsinu,
og svo að leggja göngustíga milli húsanna og ganga frá lóðinni að öðru leyti, og þar með útivistar- og 
leiksvæði. 
Í Kpalimé er fyrsta svefnhýsið næstum fullbyggt, og fyrsta hæð á svefnhýsi nr. 2 komin upp og byrjað á annarri hæð.
Hús fyrir eldhús og matsal er er líka nánast frágengið. Það verður að hluta til notað fyrir starfsfólk líka fyrst í stað.
Bora þarf fyrir vatni, leggja rafmagn, reisa lítið hús fyrir húsvörð. Á þessu ári verður uppbyggingu haldið áfram, en sementskortur í Tógó getur tafið framkvæmdir. 
Beðið er eftir teikningum að fyrirhuguðum leikskóla sem við reisum fyrir okkar börn og bæinn, en þar er nú enginn leikskóli.
Skólayfirvöld í Kpalimé munu alfarið reka skólann.
Þegar er farið að svipast um eftir starfsfólki og vonast til að hefja störf með fyrstu börnunum í kringum næstu áramót.
 
3)      Barnaskólinn í Kélégougan í Lomé
Ákveðið var að halda áfram að styrkja skólann og verja til þess EUR 60.000 á þessu ári.
Unnið er í náinni samvinnu við skólayfirvöld og foreldrafélagið.
Reist verður önnur hæð ofan á húsið sem við byggðum, og þar með fást þrjár nýjar skólastofur.
Nýtt hús verður reist í stað annars sem er að hruni komið og því ónothæft.
Þar bætast við aðrar þrjár stofur.
Að auki verða styrkt kaup á húsgögnum og kennslugögnum.
Með nýjum skólastofum fást fleiri kennarar.
Nú eru nær 100 nemendur með einn kennara í fyrsta bekk.
SPES hefur kostað námskeið fyrir kennarana.
 
Ársreikningar 2007
Lagðir voru fram og samþykktir reikningar ársins 2007.
Heildartekjur voru EUR 451.409,21 (þar af 325.246 frá Íslandi)
Gjöld námu EUR 336.775,oo.
Tekjuafgangur er því  EUR 114.634,21 og verður notaður til áframhaldandi uppbyggingar.
 
Áætlaðar eru framkvæmdir fyrir um EUR 180.000 á þessu ári:
EUR 10.000 til að ljúka framkvæmdum í Lomé.
60.000 til að styrkja barnaskólann í Kélégougan í Lomé.
109.000 í Kpalimé. 
 
Á aðalfundi 2009 verður kosið nýtt fulltrúaráð og ný stjórn til þriggja ára.
 
Með góðri kveðju og þakklæti fyrir allan stuðninginn.

Njörður P.Njarðvík

Góðan dag. 
Ég bíð ykkur öll hjartanlega velkomin á aðalfund Íslands-deildar SPES 2008.

Ég heiti Eva María Gunnarsdóttir og formaður deildarinnar, ég hef gengt þessu embætti frá síðasta aðalfundi er Össur Skarphéðinsson baðst undan vegna anna.

Síðastliðið ár hefur verið mjög gott ár hjá Íslands-deild SPES.

Það hefur gengið svona vel meðal annars vegna þess að kraftur og hugmyndarauðgi Össurar voru með ólíkindum og árangurinn lofsverður. Við þökkum honum fyrir hans frábæra framlag.

Starfið í Tógó gengur vel. Stóru styrktaraðilarnir hafa staðið við gefin loforð eins og þið munið heyra hjá gjaldkera. Við höfum notið góðæris og vorum á réttum tíma að fá styrki frá stórum aðilum. Nú er ég hrædd um að tíminn sé annar vegna óhagstæðrar þróunar í efnahagsmálum. En eins og ég sagði hafa stóru styrktaraðilarnir staðið við gefin loforð. 

Kynningarbæklingur sem var hannaður af Birtingaholti og prentaður af Prentsmiðjunni Odda okkur að kostnaðar lausu,  kom út fyrir jól og var sendur til styrktarforeldra.
Og Íslandspóstur styrkti okkur síðan við dreifingu á bæklingunum. Þið sjáið hér á fundinum restina af þeim bæklingum sem við eigum. Við þökkum Þorvari í Birtingarholti, Prentsmiðjunni Odda og Íslandspósti fyrir þeirra framlag.

Fljótlega eftir síðasta aðalfund í september í  fyrra fóru Njörður og Bera með fríðu föruneyti til Lomé.  Þar voru Skoppa og Skrítla á ferð með kvikmyndatökumenn og aðstoðarfólk. Einnig fóru með nokkrir íslenskir styrktarforeldrar ásamt Eyjólfi Guðmundssyni, læknir, sem skoðaði öll börnin okkar. Allt þetta ferðalag var fest á filmu og var sýnt í sjónvarpinu í vetur. Við þökkum Skoppu og Skrítlu þeim Lindu Ásgeirsdóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur og öllu því fólki sem fór með þeim og gerði þetta ferðalag þeirra mögulegt kærlega fyrir. Þetta var ómetanlegt framtak og börnin gleyma ekki Skoppu og Skrítlu sem náðu vel til  barnanna og sömu sögu er að segja um íslensk börn sem fengu að sjá þær í Afríkuríkinu Tógó að hitta börnin hjá SPES.
Bjarni Ármannsson fyrrv. bankastjóri Glitnis fór einnig til Lomé og Kpalimé í þessari ferð til að kynna sér  byggingarframkvæmdir, en Glitnir gefur tvö svefnhýsi á nýja svæðið.

Börnin í Tógó eru nú 87 talsins og þar af hafa 36 börn íslenska styrktarforeldra og síðast þegar ég vissi voru nokkur börn á leiðinni.
Börnin eru hraust og gengur þokkalega í skólanum. Það er gaman að sjá hvað þau eru glöð og kát þegar þau  koma heim á daginn úr skólanum. Það er mikils um  vert að leggja áherslu á að  þetta er þeirra HEIMILI en ekki stofnun. Það krefst hinsvegar úrvalsstarfsfólks og er það í höndum heimamanna að finna það. 

Flest ykkar hafið fengið reglulegar fréttir frá Nirði. Það er ómetanlegt að fá fréttir frá þeim sem hafa svona góða yfirsýn yfir starfið í heild sinni eins og Bera og Njörður. Ég halla ekki á neinn þó segi að þau eru lífæð SPES. Þau eru vakandi og sofandi yfir framkvæmdum í Tógó bæði í Lomé og Kpalimé og yfir velferð barnanna. Þau eru í góðu sambandi við alla ......stjórn SPES....stjórnendur, fóstrur, kennara, bílstjóra, verkafólk og ekki síst börnin, sem þau þekkja flest með nafni. Það var ekki amalegt að vera viðstödd þegar börnin fögnuðu þeim þegar þau heimsóttu  heimilið í janúar s.l..þau komu hlaupandi á móti þeim og hentu sér í fangið á þeim, svo innilega ánægð að sjá “ömmu og afa” koma í heimsókn. Maður kemst við að verða vitni að slíkri stund.

Ég og eiginmaður minn fórum með Nirði og Beru í janúar s.l. til Tógó. Með okkur voru einnig Anna Margrét Björnsson, blaðakona á Fréttablaðinu, Eiríkur Þorgeirsson, augnlæknir ásamt eiginkonu sinni Ragnheiði, Auður Guðjónsdóttir frá Akureyri og Olga Sif Guðmundsdóttir, sem varð síðan eftir og vann á barnaheimilinu í Lomé í 3 mánuði. Við munum heyra nánar frá upplifun hennar hér á eftir.

Þetta var lærdómsrík ferð og verður að segjast eins og er að maður er ekki samur eftir að hafa farið og séð þetta með eigin augum. Allt er svo fallegt og stillt á mynd þegar maður sér það  en þegar maður skynjar andrúmsloftið finnur maður stemninguna, sem er þrúgandi fátækt, atvinnuleysi og vonleysi...eins og allir séu að bíða eftir einhverju.......ég held eftir hjálp. En fólkið er fallegt og það er ótrúleg reisn yfir því þrátt fyrir allt.
Anna Margét á þakkir skilið fyrir frábærar greinar og viðtöl sem hún hefur birt í Fréttablaðinu um SPES og ýmislegt tengt því. Þar tókst henni mjög vel að lýsa lífinu í Tógó og í barnaheimilinu okkar í Lomé.
 

Ég hef orðið vör við að ungt fólk sýnir okkur áhuga í gegn um heimasíðu okkar.
Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir frá ungu fólki sem hefur áhuga á að feta í fótspor Olgu að hjálpa til á heimilunum í Tógó. Hér er vandasamt mál á ferðinni.
Ég vil nota tækifærið og þakka Lenu fyrir að hugsa vel um og hlúa að heimasíðunni okkar.

SPES hefur styrkt skólann sem börnin ganga í, sem er hverfisskólinn þeirra ( í Kélégougan) undanfarið á ýmsan máta; lagt rafmagn, keypt stóla og borð og núna er styrkur til skólans á þessu ári 60þús. evrur frá Alheimssamtökunum.  Það þarf að styrkja skólann og efla hann betur. Eins og Njörður hefur bent á þá hefur börnunum farið aftur í náminu þrátt fyrir hjálp með heimavinnuna og það er sífellt skortur á kennslugögnum.