Ísland styrkir skólabyggingar í Tógó.

Á árunum 2007 og 2009 misstu þúsundir fólks í norður Tógó heimili sín í miklum flóðum sem urðu í kjölfar gríðarlegra rigninga. Þá eyðilögðust, auk mikilvægra samgönguleiða, einnig yfir 900 skólastofur svo skólahald varð ákaflega erfitt og lagðist af í sumum héruðum.

Utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ákvað árið 2008 að styrkja uppbyggingu skóla á þessu svæði og veitti 80.000 EUR sem varið er til að byggja 2 miðskóla, í bænum Kri Kri í Tchambahéraði og bænum Kabré í Kpenjal héraði. Bygging þeirra stendur yfir og verða þeir teknir í notkun í haust (2010) . 

SPES hefur verið falið að hafa eftirlit og umsjón með þessum framkvæmdum og sinnir Claude Gbedey, kjörræðismaður Íslands í Tógó og varaformaður SPES alþjóðlegrar barnahjálpar þessu verkefni.

 

Skeljungur ehf styrkir SPES  

Í lok síðasta árs ákvað Skeljungur ehf að styrkja SPES alls um 1,5 miljónir ISK Þessum styrk verður varið til heilsugæslu í Tógó í tengslum við heimili SPES í Lomé og Kpalimé. Hefur einum úr hópi styrktarforeldra, Eyjólfi Guðmundssyni, heilsugæslulækni í Reykjavík og stjórnarmanni í SPES International verið falið að vera heilbrigðisstarfsfólki SPES til ráðgjafar.

Þessi styrkur er afar mikilvægur og við erum þakklát fyrir þann hlýhug og skilning sem Skeljungur sýnir starfi okkar fyrir börnin í Tógó. 

Aðrir styrktaraðilara SPES á Íslandi:

Baugur Group, Birtingaholt, Forsætisráðuneytið, Glitnir, Grandi hf, Kaupfélag Skagfirðinga, Kaupþing, Kiwanis á Íslandi, Landsbankinn, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, Osta og smjörsalan, Prentsmiðjan Oddi, Reykjaprent, Reykjavíkurborg, Samkaup, Seðlabanki Íslands, Síminn, Skeljungur, SPRON, Tryggingamiðstöðin, Þróunarsamvinnustofnun Íslands.

Pin It