Garðabæ 10.apríl 2018        

Aðalfundur Íslandsdeildar SPES verður haldinn laugardaginn 28.apríl kl. 10.30 í Safnaðarheimili Neskirkju

 

Dagskrá

1.  Skýrsla stjórnar fyrir árið 2017

2.   Reikningar 2017 kynntir og bornir undir atkvæði

3.   Fréttir frá Tógó

4.   Önnur mál

Aðalfundur Íslandsdeildar SPES

verður haldinn laugardaginn 29. apríl kl. 10:30 í Félagsheimili Neskirkju

DAGSKRÁ

1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2016

2. Reikningar 2016 kynntir og bornir undir atkvæði

3. Stjórnarkjör

4. Fréttir frá Tógó

5. Önnur mál


Í skýrslu sinni sagði formaðurinn, Gísli Benediktsson, m.a :
Rekstur heimilinna gengur vel. Í því sambandi ber fyrst og fremst að þakka tveimur aðilum. Annars vegar Philippe Platel, formanni SPES International sem leiðir starfið og tók við af Claude Voileau fyrir tveimur árum. Hins vegar Claude Gbedey, en undir hans forystu annast SPES Togo allan daglegan rekstur heimilinna.

Heildarfjöldi barna á heimilunum er nú 174. Eftir því sem tíminn líður breytist aldursskipting barnanna, þau eru að verða eldri og mörg nálgast þann aldur að þau yfirgefi heimilin. Þegar það gerist hætta styrktarforeldrar að styrkja börnin sem margir hafa styrkt barn í 16 – 18 ár. Þetta eitt sér kallar á enn meiri þörf á nýjum styrktarforeldrum.

Í mánaðarlegum skýrslum frá heimilunum höfum við sem styrkt-arforeldrar getað fylgst með börnunum, heilsufari þeirra, árangri í skólunum og heimsóknum til þeirra og gjöfum í því sambandi.
Það er gaman að geta þess að eftir uppástungu frá Íslandssambandinu voru keypt 20 skáksett og fenginn aðili til að veita börnunum faglega kennslu. Þetta tókst mjög vel og hefur verið ákveðið að setja það á fjárhagsáætlun til framtíðar.

Í lok máls síns sagði Gísli: Nú er að hefjast síðasta árið af þriggja ára stjórnartíð þessarar stjórnar. Það er hins vegar ljóst að breytingar verða við stjórnarkjör á næsta aðalfundi. Ég vil því hvetja þá sem hafa áhuga að láta vita og eins að benda á aðila sem eru reiðubúnir að leggja þessu góða máli lið.
Það er, mér liggur við að segja ævintýri, að taka þátt í hjálparstarfi eins og SPES vinnur í Togo. Að taka í hönd framandi barns, sem jafnvel er munaðarlaust eða a.m.k. á óljósa framtíð ef nokkra og leiða það fyrstu skrefin hlýtur að flokkast undir ævintýri. Við megum aldrei gleyma einkunnarorðum SPES „Sá sem tekur þátt í að bjarga einu barni, bjargar mannkyninu“.

Ársreikningar voru kynntir og samþykktir samhljóða. Í framhaldi var bent á að framfærsla hvers barns 77€ hefði nú lækkað í íslenskum krónum talið vegna hækkandi gengis krónunnar.
Þá var samþykkt að börnum sem fá styrk úr Minningarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur væri fjölgað úr 8 í 10.

 

Aðalfundur SPES 2012 var haldinn 14. apríl í Safnaðarheimili Neskirkju, milli 30 og 40 manns voru mættir. Auk venjulegra fundarstarfa, sögðu þær Anna Svava Knútsdóttir og Ásta Briem frá dvöl sinni í Togo sl. sumar og sýndu brot úr heimildarmynd sem þær eru að gera um líf barnanna á heimilum SPES.

Í skýrslu sinn sagði formaðurinn, Gísli Benediktsson, ma. :

Það má vel orða það svo að árið 2011 hafi verið viðburðaríkt á heimilum SPES í Togo. Þetta má m.a. sjá á þeim mánaðarlegu skýrslum sem við fáum sendar, þar sem gerð er grein fyrir gangi mála bæði í Lomé og Kpalimé, hvernig börnunum líður og gengur í daglegu lífi.

Á heimilinum voru í lok síðastliðins árs 138 börn og 48 þeirra með íslenska styrktarforeldra. Lítil breyting hefur verið á fjölda íslensku styrktarforeldranna. Okkur hefur tekist að finna nýja styrktarforeldra í stað þeirra 2 – 3, sem við misstum á árinu. Þannig hefur okkur ekki tekist að bæta við nýjum börnum.

Fjárhagur deildarinnar stendur vel eins og við munum fá upplýsingar um hér á eftir frá gjaldkera. Auk mánaðarlegra greiðslna frá styrktarforeldum eigum við velunnara sem styrkja starfsemi okkar bæði reglulega og eins við sérstök tækifæri. Og þau tækifæri eru mörg og margvísleg. Nú síðast safnaði t.d. Nemendafélag Hagaskóla kr. 909.000 til SPES. Það er mikils um vert fyrir okkur að finna leið til að slíkir gefendur og styrktaraðilar fái tækifæri til að fylgjast með því að fjármagnið rati til góðra verkefna. Í tilfelli Nemendafélagsins hefur verið ákveðið að framlagið verði notað til að styrkja drenginn Atsou, sem er 11 ára og missti styrktarforeldra sína nýverið. Áhugavert verður fyrir nemendurna að fylgjast með Atsou í framtíðinni.

Síðast liðið ár barst okkur tilkynning um að Íslandsdeildar SPES hafi verið getið í erfðaskrá Áslaugar Hafliðadóttur, lyfjafræðings. Í ljós kom að um verulega fjárhæð var að ræða eða yfir 20 mkr. Bróðurpartur þeirrar fjárhæðar hefur þegar borist okkur. Nú síðar á fundinum verður gerð grein fyrir þeirri ákvörðun stjórnar að stofna sérstakan minningarsjóð í nafni Áslaugar og tryggja með honum framfærslu 4 barna í Togo Það er okkar trú að þannig komum við best til móts við vilja Áslaugar, sem hún sýndi með þessari rausnarlegu ráðstöfun.