894382392698 norViltu veita skjól vegalausu barni?

Styrktarforeldrar bjarga vegalausumbörnum og gefa þeim nýja von, nýja framtíð, nýtt líf. Á heimilum SPES í Tógó er allt sem vegalaust barn þarfnast. Húsnæði, fæða, klæði, umhyggja, læknishjálp, skólaganga og öryggi sem gerir þeim kleift að eiga gott líf og byggja framtíð sína í samræmi við þroska sinn, löngun og getu.


Kostnaður:

Full framfærsla barns ásamt 10€ í menntunarsjóð er 77€ á mánuði sem á gengi dagsins í dag er 10.000 ISK
Ef 3 aðilar eru saman um barn kostar það 3.500 á mánuði. Ef þeir eru 2 er greiðslan 5.000 ISK – og, sem sagt, heildargreiðsla 10.000.
Gert er ráð fyrir að fók ætli sér að styrkja barnið þar til það er 18 ára.
Ef hagur fólks breytist þannig að þeir þurfi að breyta styrk eða hætta reynum við að leysa úr því og látum það ekki koma niður á börnunum.

Reiknað er með að börnin dvelji á heimilinu til 18 ára aldurs. Menntunarsjóðurinn á að tryggja að börnin geti aflað sér þeirrar menntunar sem geta þeirra leyfir og hugur stefnir til og þau geti séð fyrir sér og verið samfélaginu styrkur.

 

 

Greiðslur:

Heppilegast er að sérhver styrktaraðili semji við bankann sinn um mánaðarlegar greiðslur á reikning:

342-26-2200   (Arion)  Eigandi SPES alþjóðleg barnahjálp kt 471100-2930

SPES sendir ekki kröfur eða rukkanir – og VIÐ þurfum ekki að fá kvittun því gjaldkeri fylgist með reikningnum nær daglega og heldur utan um bókhald vegna barnanna. 

Styrktarforeldrar eru sjálfkrafa félagsmenn í SPES án sérstaks árgjalds.

 

Samskipti:

Einu sinni til tvisvar á ári getum við sent myndir af barninu en skýrslur frá heimilunum eru sendar mánaðarlega – þær eru ýmist sendar á íslensku, ensku eða frönsku. Heimilin senda okkur þær á frönsku en við þýðum því styrktarforeldrar eru í 8 löndum þó flestir séu í Frakklandi og á Íslandi.  (Af 179 börnum eiga 62 íslenska styrktarforeldra en aðeins fleiri eiga franska – erum líka með fáein börn sem ekki hafa styrktarforeldra enn).

Við biðjum styrktarforeldra að senda börnunum kort eða stutt bréf og gjarnan myndir við og við – við reynum að sjá til þess að öll fái þau gjafir t.d. á jólum. Það er óhætt að skrifa stuttar kveðjur á ensku því einhver starfsmannanna hjálpar við að þýða.  Þau gleðjast ákaflega ef þau fá póst.

Þau hafa líka gaman af að eiga myndir af styrktarforeldrum sínum og fjölskyldum þeirra.

Þau þurfa að vita að þau eigi einhverja að. Það er þeim ákaflega mikilsvert.

Bréf til Lomé skal stíla á nafn barnsins  en í Kpalimé skal stíla á forstöðukonu en einnig merkja bréfið barninu eða hafa tvö umslög.

Nafn barnsins

La maison SPES
BP 20 324
LOME
TOGO

 

 

Mme Berthe Amedzro ADJOAVI

Directrice de la maison SPES

260 BP 459

KPALIME

TOGO

 

 

Pin It