Sá sem gerist styrktarforeldri tekur að sér að styrkja eitt barn til 18 ára aldurs.

Styrkurinn gefur barninu ekki einungis heimili, mat og föt heldur heilbrigðisþjónustu, menntun og framtíð.


Á SPES heimilunum starfa bæði barnalæknar og sálfræðingar og er vel fylgst með bæði líkamlegri og andlegri heilsu barnanna. Börnin fá umönnun, öryggi og umhyggju sem gerir þeim leift að eiga gott líf og byggja framtíð sína í samræmi við þroska sinn, löngun og getu.

 

Hvert barn fær jafnframt sinn menntunarsjóð til að tryggja þeim góða framtíð eftir að þau ná 18 ára aldri.

Pin It