nr 1 600x450 Á tveimur heimilum SPES í Tógó búa nú 160 börnvið gott atlæti (júlí 2013). 54 þeirraeiga íslenska styrktarforeldra, önnur eiga styrktarforeldra í Frakklandi,Belgíu, Austurríki, Bretlandi, Tógó og fleiri löndum. Það er pláss fyrir fleiribörn en styrktarforeldra vantar. (Framfærsla barns kostar 77€ á mánuði , 12.000,- 6.000 eða 4.000 ISK t.d. ef fleiri sameinast um barn). Börnin búa í fallegum velhirtum húsum, fá næringaríka fæðu, læknisþjónustu og menntun.Reynt er að veita þeim sem best og ástríkast uppeldi eins og hægt er á svostórum heimilum.

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016 fer fram laugardaginn 20.ágúst.
Hlaupið verður eins og undanfarin ár haldið á sama degi og Menningarnótt í Reykjavík.

Það eru margir sem hlaupa fyrir hönd SPES og það væri gaman ef þið gætuð heitið á hlaupara. Margt smátt gerir eitt stórt.

hlaupa

Ef þú vilt styrkja okkur smelltu hér.

IMG 1552Anna Svava og Ásta Briem heimsóttu heimilið í Tógó. 


Sjáðu myndirnar

img 83221Nemendur í Hagaskóla efndu til söfnunar til líknarmála 7. mars sl. og er það í þriðja sinn. Þetta var markaðs- og skemmtunardagur og kom fjölmenni til unglinganna.

Þeir höfðu ákveðið að skipta söfnuninni að þessu sinni jafnt á milli Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og SPES barnahjálpar. Í hlut hvors komu kr. 909.000 - hvorki meira né minna! Þetta er stórkostlegur árangur og sýnir mikinn samhug og samkennd unglinganna í Vesturbænum. Þeir lögðu hart að sér, unnu kappsamlega og mega vera stoltir af ótrúlegum árangri. Páll Óskar mætti og tók lagið og minnti á það hvað það er mikilvægt að vera góð við hvert annað.

SPES barnahjálp þakkar einstaklega höfðinglegt framlag.

Það er fallegt hjá þeim að hugsa þannig til vegalausra barna í Tógó.