Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2016 fer fram laugardaginn 20.ágúst.
Hlaupið verður eins og undanfarin ár haldið á sama degi og Menningarnótt í Reykjavík.

Það eru margir sem hlaupa fyrir hönd SPES og það væri gaman ef þið gætuð heitið á hlaupara. Margt smátt gerir eitt stórt.

hlaupa

Ef þú vilt styrkja okkur smelltu hér.

IMG 1552Anna Svava og Ásta Briem heimsóttu heimilið í Tógó. 


Sjáðu myndirnar

img 83221Nemendur í Hagaskóla efndu til söfnunar til líknarmála 7. mars sl. og er það í þriðja sinn. Þetta var markaðs- og skemmtunardagur og kom fjölmenni til unglinganna.

Þeir höfðu ákveðið að skipta söfnuninni að þessu sinni jafnt á milli Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og SPES barnahjálpar. Í hlut hvors komu kr. 909.000 - hvorki meira né minna! Þetta er stórkostlegur árangur og sýnir mikinn samhug og samkennd unglinganna í Vesturbænum. Þeir lögðu hart að sér, unnu kappsamlega og mega vera stoltir af ótrúlegum árangri. Páll Óskar mætti og tók lagið og minnti á það hvað það er mikilvægt að vera góð við hvert annað.

SPES barnahjálp þakkar einstaklega höfðinglegt framlag.

Það er fallegt hjá þeim að hugsa þannig til vegalausra barna í Tógó.

Unglingadeild Álftamýrarskóla hefur sýnt SPES mikinn hlýhug. Eftir að hafa kynnt sér hjálparstarf almennt á ýmsa vegu stóðu þau fyrir markaði í skóla sínum þar sem þau buðu til sölu ýmislegt sem þau höfðu sjálf búið til og safnað. Ágóðann tæp 250.000 ISK hafa þau afhent SPES og verður féð notað til að styrkja unglingaskólann í Kpalimé. Þar hófu 7 unglingar frá SPES nám nú í október. SPES sendir unglingunum í Álftamýrarskóla hugheilar þakkir fyrir dugnað þeirra, fórnfýsi og samhug. Margar myndir á www.alftamyrarskoli.is