Aðalfundur Íslandsdeildar SPES

verður haldinn laugardaginn 29. apríl kl. 10:30 í Félagsheimili Neskirkju

DAGSKRÁ

1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2016

2. Reikningar 2016 kynntir og bornir undir atkvæði

3. Stjórnarkjör

4. Fréttir frá Tógó

5. Önnur mál

Það var líf og fjör á heimilum SPES í Tógo þegar við, Njörður og Bera, ásamt styrktarforeldrunum Unni Jónsdóttur og Vésteini Ólasyni heimsóttum þau í september. Skólabyrjun hafði verið frestað til 17. október af óskýrðum ástæðum. Fáein börn höfðu því fengið að dvelja lengur í heimsókn til ættingja eða vina. Stálpuð börn höfðu að vanda farið til 2-3 vikna dvalar hjá vinveittri fjöldkyldu svo þau fengju tækifæri til að kynnast daglegu lífi hjá venjulegu fólki en fjölskyldan á heimilum SPES er afar stór, 102 börn í Lomé og 76 börn í Kpalimé

Í fríum skipuleggur starfsfólkið á heimilunum ýmiss konar viðburði til fróðleiks og afþreyingar og einnig námskeið til undirbúnings fyrir nýtt skólaár. Aðallega námskeið í frönsku, lestri og öðrum undirstöðugreinum og svo handverksnámskeið t.d. saumanámskeið, batiknámskeið og fleira. Hvert tækifæri er líka gripið til að dansa og syngja.

togo2016   IMGP1490

Almennt gekk börnunum heldur betur í skólanum á síðasta ári en nokkuð misjafnt eftir aldurshópum. Starfsfólkið endurskipulagði heimanámið með börnunum og tók þátt í sérstöku átaki til að bæta árangur. Aðalvandamálið er að bekkir eru oft mjög stórir, hörgull á kennurum og svo er tungumálavandi sem skólinn tekur ekki mikið tillit til. Börnin verða að vera tvítyngd , öll kennsla fer fram á frönsku meðan yngri börn tala helst Ewe eða Mina sín í milli.

Alltof snemma, alltof fljótt er Gísli Benediktsson horfinn.

IMG 4849B Gisli BenediktsonVið minnumst hans með virðingu og þakklæti fyrir vináttu og samstarf í þágu vegalausra barna í Tógó, þar sem unnið er samkvæmt kjörorðinu: Sá sem bjargar einu barni, bjargar mannkyninu. Það er rétt, því ef hver og einn tekur að sér eitt vegalaust barn, eru öll börn hólpin. Gísli vissi vel, að með okkar starfi tekst ekki að bjarga nema fáeinum börnum, þótt þau séu nú orðin 176, en, eins og Þorsteinn frá Hamri segir: „Í mannlegri viðleitni / munar um lítið handtak.“

Gísli gegndi formennsku í Íslandsdeild SPES barnahjálpar af einstakri alúð og trúmennsku, samfara ljúfmennsku og ákveðni, og lagði mikla vinnu í starfið. Allt sem hann sagði og ákvað, stóð ævinlega eins og stafur á bók. Með viðmóti sínu aflaði hann sér vináttu og trausts allra þeirra sem hann starfaði með. Þau Eva María fóru til Tógó til að fylgjast með starfinu þar og sóttu fundi heildarsamtakanna í París, allt á eigin kostnað, enda ófrávíkjanleg regla hjá SPES, að allt skuli unnið í sjálfboðavinnu og enginn ferðakostnaður greiddur. Þáttur þeirra hjóna í þessu starfi er ómetanlegur og verður aldrei fullþakkaður.

Við fráfall hans ríkir sorg á heimilunum tveimur í Lomé og Kpalimé og meðal vina hans í Tógó, Frakklandi, Belgíu, Austurríki og reyndar víðar.

Við kveðjum Gísla með sárum söknuði.
Evu Maríu og fjöldskyldunni sendum við hugheilar samúðarkveðjur.

marthaÍ byrjun desember 2014 útskrifaðist Martha Nana, 17 ára stúlka sem býr á heimili SPES, frá hótelskóla í Kpalimé. Hún lagði áherslu á matreiðslu og framreiðslu. Hún er fyrsta barnið frá SPES sem lýkur starfstengdu námi , 4 börn eru í menntaskóla og mörg eru að ljúka grunnskóla.

Martha var í hópi fyrstu 8 barnanna sem SPES tók að sér 2001 og bjó fyrstu árin á heimili SPES í Lomé en flutti síðar ásamt nokkrum elstu barnanna til SPES í Kpalimé. Draumur hennar er að verða sérmenntuð í kökubakstri og mun SPES aðstoða hana við það.