Fimmtán elstu börnin (12-14 ára) fluttu frá Lomé til Kpalimé nú í haust. 8 piltar búa nú í húsi sem SPES tók á leigu nálægt aðalheimilinu í Kpalimé og ekki langt frá miðskólanum þar. Á aðalheimilinu búa svo núna 6 unglingsstúlkur. Báðir hóparnir hafa sérstaka tilsjónarmenn. Þessi flutningur á að gera okkur mögulegt að veita unglingunum betra uppeldi við þeirra hæfi um leið og þau fá meira sjálfstæði.

togo-byggjaTilgangur Spes er að byggja og reka þorp fyrir foreldralaus börn. Tvö Spes-þorp eru í Afríkuríkinu Tógó, hið fyrra í höfuðborginni Lóme, en hið síðara í bænum Kpalimé. Þar eru nú 151 barn sem hafa komið til okkar á aldrinum 1-4 ára. Fyrra barnaþorpið er tilbúið og 95 börn eiga þar heimili í dag. Nýtt þorp er í uppbyggingu í Kpalime og þar býr nú 56 barn.

Húsin í barnaþorpunum okkar eru fallega hönnuð og litrík. Þau eru úr steinsteypu og stórum múrsteinum sem gerðir eru á staðnum. Henry Apeti, arkitektinn okkar, byggir þau á húsahefð frá Norður-Tógó.