Sigurður P. Högnason opnaði sölusýningu í Galleríi Sævars Karls fimmtudaginn 25. September.
Sigurður sýndi 17 nýjar akrýlmyndir, bæði abstrakt og fígúratífar. Á sýningunni seldust nokkrar myndir en enn eru myndir til sölu.  Það má hafa samband við hann beint vegna þeirra.
Hann styrkir SPES barnahjálp með 30% af andvirði allra mynda sem seljast.
Hann hefur áður veitt SPES góðan stuðning.

Sigurður Pétur Högnason fæddist í Reykjavík 08. nóv 1945, hann er lærður Rafvélavirki og hefur unnið sem Rafverktaki í um 40 ár. Hann er nú búsettur í Hrísey, kvæntur Elínu Jóhannesdóttur og eiga þau fjórar uppkomnar dætur. 

Sigurður hefur lengi haft áhuga á myndlist, tónlist, ljósmyndun og hverskyns sköpun. Hugmyndir sínar sækir hann úr ýmsum áttum eins og sjá má akrílmyndunum. Síðustu misseri hafa fjörur og grjótnámur verið aðalefniviður í olíumálverkum hans. Sigurður stundaði nám í myndlistaskóla Arnar Inga og í myndlistaskólanum á Akureyri á árunum 1997-1999. Sigurður sýnir einnig myndir í vinnustofu sinni í Njálshúsi, Austurvegi 26, Hrísey. Gallerýið er opið eftir samkomulagi. Sími: 8481377

Samsýningar: 
Vorsýningar Myndlistaskóla Arnars Inga 1998 og 1999
Hríseyjarhátíð, í Sæborg 2003
Vorkoman, Tónlistarskóli Dalvíkur 2005
Einkasýningar:
Ketilhúsið, Listahátíð á Akureyri 2001
Bláa Kannan, Akureyri 2002
LJósheimar, Reykjavík 2005
RE/MAX Reykjavík 2005
Energia Veitngarhús, Smáralind Kópavogi2005
Deiglan, Listasumar Akureyri 2005


http://www.flickr.com/photos/siggip45/

40 manns hlupu þetta árið fyrir SPES í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis.  Það er gaman að segja frá því að hópur frá Danmörku kom og hljóp fyrir okkur.  Hér sést listinn yfir alla hlauparana og viljum við þakka þeim kærlega fyrir að leggja SPES lið með þessum hætti.

Abelína Hulda Harðardóttir
Alfred Hyttee Karstensen 
Aníta Rós Karlsdóttir
Anna Sigríður Helgadóttir 
Arnór Sighvatsson 
August Hyttel Karstensen
Benedikt Arnar Davíðsson 
Davíð Benedikt Gíslason 
Diana Sumskyté 
Diddan Degl Karstensen 
Eiríkur Ingvar Þorgeirsson 
Elín Magnúsdóttir 
Elísabet A Ingimundardóttir 
Ellert Kristófer Schram 
Emilía María Gunnarsdóttir 
Eyjólfur Guðmundsson 
Grímur Sæmundsson 
Guðrún Bjarnadóttir 
Hans Júlíus Þórðarson 
Herdís Hallmarsdóttir 
Julianna Vágseið Ström 
Karítas Diljá Róbertsdóttir 
Katrín Eyjólfsdóttir 
Knud Degn Karstensen 
Kolbeinn Árnason 
Lena Magnúsdóttir
Magnús Orri Schram 
María Sólbergsdóttir 
Marín Magnúsdóttir 
Ólafur Grétar Kristjánsson 
Pálmi Guðmundsson 
Pernille Hyttel Karstensen 
Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir 
Renata Sara Arnórsdóttir 
Sindri Gunnarsson 
Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir 
Sólrún Guðjónsdóttir 
Torben Rahv 
Tryggvi Björnsson 
Þorgeir Bjarki Davíðsson

Við Bera erum nýlega komin heim frá Tógó.  Með okkur fóru íslenskir styrktarforeldrar, ung stúlka frá Ísafirði, sem verður í þrjá mánuði í sjálfboðaliðsstarfi í barnaþorpinu, og Anna Margrét Björnsson blaðakona á Fréttablaðinu. Á sama tíma var hópur frá Spes í Frakklandi og annar frá Belgíu, samtals meira en 20 manns. Þetta var of fjölmennt og hafði truflandi áhrif á daglegt líf barnanna. Ég sagði Frökkum og Belgum að forðast þettaí fram-tíðinni,og skipuleggja ferðir í samráði við aðra.

 

Börnin

Annars líður börnunum öllum vel, heilsufar er ágætt og allt í góðu lagi í öllum aðalatriðum. Við Claude Voileau töluðum hins vegar við forstöðukonuna Immaculée og fóstrurnar og bentum á eitt og annað sem við vildum láta færa til betri vegar. Því var vel tekið og  verður lagfært. Þetta snýr að skipulagi og umönnun. Við viljum að fóstrurnar séu meira með börnunum á virkari hátt og verði þeim til hvatningar og uppörvunar, en okkur fannst skorta á að ýtt sé undir skapandi leik og frumkvæði. Við ræddum líka um refsingar, en í Tógó er oft slegið til barna. Við viljum það ekki, og hvöttum til frekari umbunar þegar vel er gert, og að refsa frekar með skammarkrók, sem þær könnuðust ekki við. Þá vildum við að börnin væru sjaldnar öll í einni kös, 78 talsins, heldur væri þeim skipt í hópa eftir aldrei. En þetta eru ekki stórvægileg vandamál.  Rétt áður en við komum, bættust tvö systkin í hópinn, fjögurra ára telpa og tveggja ára drengur, frá norður Tógó af ættflokki Kabye svo að þau gátu lítið talað í fyrstu, enda töluð éwe í Lomé (réttara sagt mállýskan mina). Þau hafa bæði fengið íslenska styrktarforeldra. Daginn áður en við fórum bættust svo tveir drengir í hópinn, 5 ára og 2ja ára og fá franska styrktarforeldra.  Þar með eru börnin orðin 78. Fjögur önnur eru á leiðinni, 2ja ára stúlka og þrjú nýfædd börn, enn of ung til að koma til okkar.  Þau eru hjá nunnum á vöggustofu og koma til okkar eftir ca. þrjá-fjóra mánuði, ef allt gengur vel. Á stjórnarfundi með SPES-Togo var ákveðið að breyta aldurskröfum þannig að heimilt væri að taka börn allt að fimm ára aldri, vegna tilmæla heimamanna. 

Framkvæmdir

Byggingaframkvæmdir ganga vel. Síðasta svefnhýsið í Lomé er langt komið og á að verða tilbúið í lok mars. Þar með er öllum byggingaframkvæmdum lokið í Lomé, og þá er aðeins eftir að ganga frá útivistarsvæðinu, lóðinni og þar með að steypa brautir milli húsanna og þekja hluta svæðisins grasi. Þá verður þorpið í Lomé fullbúið á þessu ári. Í Kpalimé er fyrsta svefnhýsið orðið fokhelt og annað hús fyrir eldhús og matsali (veður í fyrstu einnig notað fyrir starfsfólk) nokkuð á veg komið, sbr. meðfylgjandi myndir. Fljótlega verður svo byrjað á öðru svefnhýsi og tómstundahúsi. Allt er þetta gerlegt vegna styrkja frá Glitni og Kaupþingi og frá hjónum, sen ekki vilja láta sín getið. Ef allt fer sem horfir er hugsanlegt að hefja starfsemi með börn í Kpalimé í árslok eða snemma á næsta ári.  Fljótlega verður farið að svipast um eftir starsfólki.  Eins og þið munið  ætlum við að reisa leikskóla í Kpalimé, og verið er að bjóða verkið út.

 

Barnaskólinn

Barnaskólinn í Kélégougan er talsvert vandamál, því að hann er alls ekki nógu góður. Húsið sem við reistum hefur verið tekið í notkun og þar með hefur kennurum fjölgað um þrjá – og greiðir foreldrafélag skólans laun þeirra. Enn er alltof fjölmennt í bekkjum, 83 í fyrsta bekk með einum kennara, og sífelldur skortur er á kennslugögnum. Okkur þykir sem börnin okkar standi sig ekki nógu vel, þrátt fyrir aðstoð við heimanám. Eftir brottför okkar ætluðu Claude og Michelle Voileau að eiga fund með skólastjóranum og formanni foreldrafélagsins til að kanna hvernig SPES getur komið til hjálpar. Ég bíð eftir að heyra af þeim fundi.

 

Bestu kveðju og þakklæti fyrir stuðning, Njörður

Kæru vinir nær og fjær. 

Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.  Við viljum benda ykkur á að á jóladag klukkan 18:30 og nýársdag klukkan 18:00 verða sýndir 2 þættir um ferðalag Skoppu og Skrítlu til Tógó.  Þetta eru 20 mínútna langir þættir sem teknir voru upp í haust og fjallar um daglegt líf í þorpinu í Lomé. 

Jólakveðjur frá okkur í stjórn SPES á Íslandi.