Unglingadeild Álftamýrarskóla hefur sýnt SPES mikinn hlýhug. Eftir að hafa kynnt sér hjálparstarf almennt á ýmsa vegu stóðu þau fyrir markaði í skóla sínum þar sem þau buðu til sölu ýmislegt sem þau höfðu sjálf búið til og safnað. Ágóðann tæp 250.000 ISK hafa þau afhent SPES og verður féð notað til að styrkja unglingaskólann í Kpalimé. Þar hófu 7 unglingar frá SPES nám nú í október. SPES sendir unglingunum í Álftamýrarskóla hugheilar þakkir fyrir dugnað þeirra, fórnfýsi og samhug. Margar myndir á www.alftamyrarskoli.is

Kæru SPES-vinir:

Um næstu mánaðamót flytja 15 elstu börnin frá Lomé til Kpalimé.
Það eru þau sem þegar eru komin í miðskóla (collège) og að auki stúlkur sem hefur gengið illa í barnaskóla.
Fyrir þessu eru ákveðnar ástæður.
Miðskólinn í Kélégougan í Lomé er ekki góður og mikill fjöldi í hverjum bekk, fleiri en 100, allt upp í 140.
Mun færri eru í hverjum bekk í Kpalimé. Svo vilja eldri börnin fá meira frelsi og um leið þurfa þau að bera meiri ábyrgð á sjálfum sér.
Þá eru stúlkur sem hafa tvífallið í efsta bekk barnaskólans og þykir mikil niðurlæging að fara þangað í þriðja sinn. Þess vegna er talið betra að þær skipti um umhverfi.
Kpalimé er 60.000 manna bær, með stilltu og rólegu yfirbragði, og því auðveldara og öruggara að veita unglingunum meira frelsi þar. Heimili SPES og miðskólinn eru í útjaðri bæjarins í mjög rólegu umhverfi.
Tekið hefur verið á leigu stórt hús í Kpalmé við sömu götu á heimili SPES og nálægt miðskólanum þar. Í þessu húsi verða 8 strákar til að byrja með og mun fyrrverandi félagsmálafulltrúi svæðisins að nafni OTOYI bera á byrgð á þeim (Hann skrifaði áður skýrslur um börn ráðstafað til SPES Kpalimé).
Stúlkurnar verða hins vegar til að byrja með á heimili SPES, í svefnhýsi 2, sem er nýbyggt. Okkur hefur ekki enn tekist að fá lóð fyrir unglingaheimili á hentugum stað í Lomé, en það hefur bæjarstórnin í Kpalimé hins vegar látið SPES í té, og er við hliðina á heimilinu þar. Í framtíðinni munum við þurfa unglingaheimili á báðum stöðum.
Unglingarnir sem flytja:
Drengir: Elýsée, Komlavi, Felix, Luc, Richard, Frédéric, Olivier Idriss, Jacques.
Stúlkur: Lami, Viviane, Lucie, Martha, Nadege, Tilda, Deborah (þeim fjórum síðastnefndu hefur gengið illa í skóla).
Bestu kveðjur, Njörður

Nú hafa 8 manns skráð sig til að hlaupa fyrir Spes á laugardaginn.  Endilega heitið á þau og munum að margt smátt gerir eitt stórt.  

http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/471100-2930

Dear friends of SPES, 

Here are updated information on the SPES web site 

https://sites.google.com/site/spesenglish/ 

New videos of children 

https://sites.google.com/site/spesenglish/children-s-pictures-and-tapes 

2011 budget 

https://sites.google.com/site/spesenglish/budget-2009 

Photos of Staff and buildings at Lomé 

https://sites.google.com/site/spesenglish/orphanate-in-lome 

Photos of Staff and buildings at Kpalimé 

https://sites.google.com/site/spesenglish/orphanage-at-kpalime