Áslaug H


Áslaug Hafliðadóttir, lyfjafræðingur (1929-2011) ánafnaði Íslandsdeild SPES umtalsverðum fjármunum í erfðaskrá sinni er hún lést 2011. Á aðalfundi SPES 14. apríl 2012 var ákveðið að stofna minningarsjóð í nafni Áslaugar sem myndi bera straum af kostnaði við framfærslu nokkurra barna á heimilum SPES í Tógó. Þannig taldi Íslandsdeild SPES að best væri komið til móts við vilja Áslaugar, sem hún sýndi með rausnarlegri ráðstöfun sinni og um leið heiðra minningu hennar.
Nú, árið 2016, eru börnin orðin 10. Þetta eru börnin Ester, Gracia og Elin í Lomé, og Akpédzé, Thierri, Jules, Julienne, Akou Luz, Germaine og Emefa í Kpalimé. Minningarsjóðurinn mun kosta framfærslu þessara 10 barna til 18 ára aldurs eða uns þau hafa hlotið starfsþjálfun og menntun og geta séð sér farboða. Stjórn SPES sinnir tengslum við þessi börn sem eru gjarnan nefn Áslaugarbörn.

                                                        Ásl börn

Pin It