Þingkosningar voru haldnar í Tógó 14. október sl.Alls buðu sig fram 2100 frambjóðendur frá 32 flokkum og flokksbrotum, auk óháðra,og kepptu um 81 þingsæti.

 

Þáttaka var mjög mikið, meira en 90%, og kosningarnar fóru vel og friðsamlega fram,skv. yfirlýsingu eftirlitsmanna frá ESB.

 

Einungis þrír flokkar fengu kosna þingmenn, og voru úrslit sem hér segir:

 

50 þingmenn frá RPT (Rassamblement du peulpe togolais), flokki Faure Gnassingbé forseta, sem hefur þá hreinan meirihluta.

27 þingmenn frá UFC (Union des forces de changement), flokki Gilcrist Olympio.

4 þingmenn frá CAR (Comité d’action pur le renoveau). flokki Yawoi Agbeyibo, núverandi forsætisráðherra.

 

Í Tógó er alger aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ef þingmaður er skipaður ráðherra, afsalar hann sér þingsæti og varamaður tekur við. Forseti landsins er kosinn beinni kosningu og skipar hann ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn er þjóðstjórn, með ráðherrum frá mörgum flokkum. Skv. stjórnarskrá mun ríkisstjórnin segja af sér að afloknum kosningum, og skipar forsetinn þá nýja stjórn. Nú verður áreiðanlega mikil breyting þar sem einingis þrír flokkar eiga sæti á þingi. Þar með er breytt pólitískt ástand í landinu, og línur miklu skýrari en áður. Forsetinn getur valið um að skipa ráðherra einungis úr eigin flokki, eða frá öllum þremur. Í fyrsta sinn hefur Gilcrist Olympio ekki þvertekið fyrir að setjast í stjórn. Verður því mjög fróðlegt að sjá hvernig ný ríkisstjórn verður skipuð. (Ég bæti því við til upplýsingar að við Bera förum til Tógó frá París 29. janúar ásamt Claude & Michelle Voileau, og verðum þar í tvær vikur).

 

Bestu kveðjur, Njörður

Pin It