Forseti: Faure Gnassingbe kosinn 24.4.2005 með um 60% atkv.

Forsætisráðherra: Edem Kodjo

Utanríkisráðherra: Zarifou Ayéva

Þjóðþingið: kosið til 5 ára, landið eitt kjördæmi;81 þingmaður, stjórnarflokkur RPT (Rassablement du Peuple Togolais) 72 sæti, stjórnarandstöðuflokkar 9; alger aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds, ráðherra getur ekki verið þingmaður samtímis. Stjórnmálaflokkar eru 6, að auki 17 flokksbrot.

Stærð: 56.000 km2, skipt í 5 meginhéruð; strandlengja 56 km.

Höfuðborg: Lomé, íbúar tæp milljón

Þjóðin: 5.5 miljónir; 43% undir 15 ára; lífslíkur 57 ár; ungbarnadauði 67.6 af 1000; fólksfjölgun 3.1%; ólæsi 40%; 51% andatrúar, 29% kristnir, 20% múslimar; 71% búa í sveit.
Opinber tungumál: franska, ewé, kabyé.
Þjóðartekjur einstaklings: USD 340; 32% undir fátæktarmörkum.
Helstu útflutningsvörur: fosfat, kaffi, kakó, baðmull.

Söguágrip: Uppruni óljós, þjóðflokkar Ewé frá Nigeriu og Benin og Mina og Guin frá Ghana settust að á svæði milli fljótanna Volta og Mono. Þjóðverjar gerðu samning við ættarkónga 1884 og slógu eign sinni á landið og kölluðu Togoland, innleiddu þýsku sem opinbert mál og þýska lífshætti sem fyrirmynd. Eftir ósigur Þjóðverja 1918 skiptu Bretar (vesturhluti) og Frakkar (eystri hluti) landinu á milli sín með reglustriku. Á einum degi voru breskir og franskir lífshættir og tungumál neydd upp á klofið ríki. Vestari hlutinn sameinaðist síðar Ghana og eftir varð mjó landræma, ríkið Togo (sem hefði með réttu aldrei átt að verða til, enda höfðu íbúar Togolands ekkert um ríkjaskipan að segja). Togo varð sjálfstætt 27. apríl 1960. Sylvanus Olympio, fyrsti forsetinn var drepinn í fyrsta valdaráni Afríku 1963 og við tók mágur hans Nicolas Grunitzky. 1967 tók Gnassinbé Eyadema völdin og stjórnaði framan af með harðri hendi. Hann lét þó undan þrýstingi, leyfði stjórnmálaflokka, hélt kosningar og var síðast endurkjörinn forseti 2002 með 57% atkvæða.
Eyadema lést 5. febrúar sl.

Heimasíða: www.republicoftogo.com  Pin It