Áslaug H


Áslaug Hafliðadóttir, lyfjafræðingur (1929-2011) ánafnaði Íslandsdeild SPES umtalsverðum fjármunum í erfðaskrá sinni er hún lést 2011. Á aðalfundi SPES 14. apríl 2012 var ákveðið að stofna minningarsjóð í nafni Áslaugar sem myndi bera straum af kostnaði við framfærslu nokkurra barna á heimilum SPES í Tógó. Þannig taldi Íslandsdeild SPES að best væri komið til móts við vilja Áslaugar, sem hún sýndi með rausnarlegri ráðstöfun sinni og um leið heiðra minningu hennar.
Nú, árið 2018, eru börnin 10. Þetta eru börnin Ester, Gracia, Béto og Godwin í Lomé, og Akpédzé, Thierri, Jules, Julienne, Akou Luz og Germaine í Kpalimé. Minningarsjóðurinn mun kosta framfærslu þessara 10 barna til 18 ára aldurs eða uns þau hafa hlotið starfsþjálfun og menntun og geta séð sér farboða. Stjórn SPES sinnir tengslum við þessi börn sem eru gjarnan nefn Áslaugarbörn.

                                                        Ásl börn

Við hjónin, Bera og Njörður, dvöldum í Togo rúman hálfan mánuð nú í janúar. Hluta tímans voru þau með okkur Hildur Njarðvík, dóttir okkar og maður hennar, Sigurður Kiernan. Dvölin var afar ánægjuleg að vanda og börnin heilbrigð og glöð.
Miklar breytingar hafa orðið á heimilunum á síðustu mánuðum. Verið er að ráða lækni til að koma í stað Dr Assimadi sem lést síðastliðið haust, einnig verður ráðinn nýr sálfræðingur. Þá hafa orðið nokkrar breytingar á öðru starfsfólki enda er SPES Togo smám saman að reyna að fá betur menntaðar fóstrur til starfa. 
Eins og áður hefur verið sagt frá, fluttu 15 unglingar til Kpalimé í lok september. Það voru 7 miðskólanemendur og 8 af elstu grunnskólanemendunum, sem höfðu dregist aftur úr í námi. Strákarnir (8) búa húsi sem SPES hefur tekið á leigu aðeins spölkorn frá aðalheimilinu og skammt frá skóla þeirra. Umsjónarmaður þeirra var ráðinn Kokou Otuyi, sem er félagsfræðingur að mennt kominn á eftirlaun. Hann hefur reynst afar vel og virðist í senn strangur og góður vinur þeirra, fullur skilnings. Strákarnir eru 2 og 2 saman í herbergi en húsið gæti rúmað fleiri. Þar er einnig sameiginleg vinnustofa og lítið eldhús. Stelpurnar (7) búa á efri hæð eins svefnhýsanna á heimili SPES í Kpalimé, 3 og 4 í herbergi þær eru aðallega í umsjá Berthe, forstöðukonu heimilisins en hún og Otuyi vinna saman. Unglingarnir borða aðalmáltíðir saman á aðalheimilinu og báðir hópar hafa skyldum að gegna við matseld og uppþvott. Strákarnir sögðust vera ánægðir með flutninginn, bæði væri loftslagið betra, skólinn betri og þeir væru frjálsari. Stelpurnar vildu ekki tjá sig mikið, en þær eru augljóslega ekki eins frjálsar. Þó er reynt eftir bestu getu að gera báðum hópum jafnt undir höfði.
Stefnt er að því að byggja einföld hús, 2 svefnhýsi (fyrir stúlkur og annað fyrir stráka), og sameiginlegan matsal og vinnu- og frístundaaðstöðu á lóð sem SPES hefur fengið til afnota við hliðina á núverandi heimili SPES. Á því heimili eru annars 37 börn. 6 þeirra eru ekki komin á leikskólaaldur, hin eru í leikskólanum sem byggður var fyrir tilstilli íslenskra vina SPES og svo eru börn í grunnskólanum sem leikskólinn reyndar tengist. Í Lomé eru nú 86 börn eftir að unglingarnir fóru. Þau eru öll í grunnskóla eða leikskóla.
Það er ljóst að á báðum heimilum SPES er rúm fyrir fleiri börn en við getum ekki bætt við börnum fyrr en við höfum styrktarforeldra. Það er nú ákaflega brýnt að finna nýja styrktarforeldra.
Í þessari ferð okkar fluttum við með okkur 2 rafmagnssaumavélar sem Pfaff hafði gefið SPES. Þær voru gefnar hvor á sitt heimilið og var tekið með fögnuði. Báðar forstöðukonurnar voru búnar að prófa vélarnar ásamt mömmum og elstu stelpunum og hafa fundið konur til að aðstoða við að kenna þeim. Í Kpalimé er þó sá vandi að rafmagn getur verið stopult.
Í þessari ferð fórum við einnig með gjöf frá unglingadeild Álftamýraskóla til miðskólans í Kpalimé. Þetta voru rúmlega 1500 EUR sem þau höfðu safnað. Keyptar voru bækur og kort í París en afgangurinn verður síðan notaður fyrir frekari námsgagnakaupum að ósk skólans en undir umsjá fjármálastjóra SPES í Togo, Claude Gbedey. Þá fékk leikskólinn einnig gjöf til bóka og efniskaupa frá þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni, um 700 EUR. 
Í janúar hafa tvær ungar stúlkur þær Pálína Axelsdóttir Njarðvík og Agla Egilsdóttir dvalið á heimilum SPES sem sjálfboðaliðar. Þeirra hlutverk hefur einkum verið að aðstoða börnin, leika við þau og veita þeim vináttu og hlýju, auk þess sem þær hafa gengið í ýmis önnur störf á heimilinu. Þær hafa sagt frá dvöl sinni í bloggi til vina sinna og ættingja en eru nú á förum aftur frá Togo. 

Fréttir af skotárás á rútu landsliðs Tógóbúa á föstudag sem varð þremur að bana voru hörmulegar. Ég hafði nú ekki hugsað mér að fylgjast með Afríkubikarnum þar sem fótboltaáhugi minn er minni en enginn en árásin vakti sérstaka athygli mína vegna þeirrar ástæðu að ég sótti Tógó heim fyrir tveimur árum. Fótbolti er Tógómönnum sérstaklega hugleikinn og ég minnist þess með hlýju í hjarta hversu alsæl og kát berfætt börn spörkuðu í bolta á heitri rauðleitri jörð.

Þessi börn voru á heimili sem Íslendingar hafa byggt handa þeim í Lomé, í SPES-þorpinu sem prófessor Njörður P. Njarðvík setti á fót í þessu sárfátæka landi. Þörfin fyrir slík heimili í Tógó, eins og í fjölmörgum Afríkulöndum, er mikil þar sem veikir foreldrar deyja iðulega frá ungum börnum sínum eða sjá sér ekki fært að fæða þau. Eyðni, malaría og fjöldi annarra sjúkdóma herja á Tógó líkt og önnur Afríkulönd. Oft koma börnin sárlasin, niðurbrotin og vannærð á heimilið, sem bjargar lífi þeirra og sendir þau í skóla.

Ég ferðaðist til Tógó fyrir hrunið, og á því ári var eftirtektarvert að margir íslenskir efnamenn sóttu Afríku heim. Heimsálfan snerti væntanlega við mörgum þeirra sem gáfu fjármuni til góðgerðarsamtaka og meðal annars til þess að styðja við uppbyggingu SPES í Tógó. Í hinni hatursfullu umræðu um mennina sem settu Ísland á hausinn má alveg muna eftir því að eitthvað gott hlaust af.

Hvarvetna í Afríku eru litlir strákar að sparka í bolta. Stundum er hann gerður úr plastpoka og stundum úr krumpuðum pappír. En svo lengi sem það er hægt að sparka í hann þá er hægt að spila. Umræðan um Afríkubikarinn í Angólu snýst núna aðallega um það að heimsbikarkeppnin í fótbolta í Suður-Afríku þetta árið verði stórhættuleg og lituð af skæruliðaárásum. Hræðsla ríkir um framvindu Afríkubikarsins í Angólu og felmtri slegið Tógó-liðið hefur verið sent heim og fær ekki að leika. Vonandi mun þessi árás ekki eyðileggja framvindu fótboltaársins mikla í heimsálfunni og vonandi verða þessar spennandi keppnir til þess að færa hjarta Afríku aðeins nær okkur

The school results for the year have not been satisfactory for some children. Following the last meeting of the SPES International Council of Administration, we propose to create a Commission to write a Charter specifying the overall principles of SPES. This should be divided into individual projects for each child. Indeed some of us think that we should explain to the children where they come from, what their responsibilities are, their autonomy, and when and under what conditions they will leave the House of their Childhood. We can also consider how these children can integrate into life in Lomé, at a sportive, handicraft, cultural, intellectual and spiritual level. This Commission would work under the aegis of SPES Togo with the support of all members of the SPES International Council of Administration and all the sponsors who might wish to contribute their ideas.
All the buildings in Lomé are operational. Now we have to clean the site and to build paths between the buildings. So the project in Lomé will be finished when we have accommodated 108 children – during 2009.
Then we propose to find premises in Lomé, to accommodate teenagers, so they could live in intermediate buildings, something between the house of childhood where they live now, and the buildings they will live in when they have jobs and are autonomous.
Again in Lomé, we continue to support the public primary school in Kélégougan, which the children attend, by building 9 new classrooms, all under the control of the pupils’ parents. So we hope to contribute to halving the number of children per classroom to facilitate their work and to get better results, for all the school’s pupils and not just the SPES children.
Now that Lomé will soon be fully operational, we are building a second House of Childhood in Kpalimé (a town 120 Km north west of Lomé) on a plot donated by the municipality. Two dormitories and a refectory are nearly finished, so is the guardian’s house and the Apatam. We now have water on site – through drilling – and electricity – connected by the municipality. We will start the Training Centre and buy a minibus early in 2009, because the site is some distance from the town and school. We will also launch a nursery school with three classrooms in the Zomayi district of Kpalimé, where the existing school is too small to accommodate our future children. We will wait until 2010 to start the last 2 dormitories and the administrative building.
We will begin recruiting and training staff (Manager, Guardian, Tatas and Driver) before the end of 2008, and start thinking about accommodating new children. 
But, in line with our philosophy we need sponsors for this, to give lives to our children. So we ask you who are reading this text, and you sponsors to speak to your friends about your experience, in order to find new sponsors for new children. Please don’t forget to tell them that our working budget is for mail, insurance and unavoidable bank charges only. That amounts to less than 0,5%. The rest of the money goes to the children. Only sponsoring makes the children’s future certain. 
The rest of the donations are used for building, equipment, development and maintenance. Remember: we build when we have money, and we accommodate children only when we have buildings AND sponsors.
The last meeting of SPES International Council of Administration decided to continue to focus its action on Togo. So the projects in Cameroon and Haiti have been suspended for the time being, all the more important because SPES’s financial situation has been weakened by the economic situation in Iceland, which used to make huge donations to SPES, and which now will have to slow down its help, awaiting improvements in the Icelandic Crown.
We hope that we have given you some news, but if you want some more clarification, or if you think you are still short of information, do not hesitate to ask us (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." style="font-family: Arial, Helvetica, sans-serif; text-align: left; ">This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. orThis e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." style="font-family: Arial, Helvetica, sans-serif; text-align: left; ">This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). We will try to answer your natural curiosity, according to our means and knowledge, of course.
Meanwhile, please accept our love and best wishes.
Michelle and Claude Voileau                                                                                       November 2008