Kæru styrktarforeldrar:

Mig langar að biðja ykkur að senda börnum ykkar eitthvert lítilræði fyrir jólin, þótt ekki væri nema kort.

Þau gleðjast ákaflega ef þau fá póst.

Við viljum líka helst að börnin eigi myndir af styrktarforeldrum sínum og fjölskyldum þeirra.

Þau þurfa að vita að þau eigi einhverja að.

Það er þeim ákaflega mikilsvert.

 

Bréf skal stíla á forstöðukonurnar, því að póstur er ekki borinn út í Tógó, allt fer í pósthólf,

og ekki fást afhent bréf nema til þess sem bréfið er stílað á.

Síðan þarf að merkja bréfið einnig barninu, eða hafa tvö umslög.

 

Með góðum kveðjum og þakklæti fyrir allan stuðninginn, Njörður

 

Mme Immaculée Dede Ameganvi
Directrice de la maison SPES
BP 20 324
LOME
TOGO

Mme Berthe Amedzro ADJOAVI

Directrice de la maison SPES

260 BP 459

KPALIME

TOGO

Pin It