Kæru SPES-vinir:

Nú vantar styrktarforeldra fyrir eitt barn sem er komið á heimilið í Kpalimé.

Ég geri mér grein fyrir því að það er orðið miklu dýrara að styrkja barn en áður, vegna lágs gengis krónunnar.

77 evrur eru nú um 13.500 krónur.

Þess vegna er nú erfiðara að fá styrkarforeldra.

En börnin þurfa að geta lifað.

Og vonandi eflist krónan.
 
Þess vegna spyr ég ykkur hvort þið þekkið einhverja sem gætu hugsað sér að taka að sér barn.

Vel geta tvenn hjón verið saman um eitt barn, systkin, fjölskylda, - nú eða bara vinir.

Við viljum hins vegar helst ekki að fleiri en fjórir séu um hvert barn.


Stúlkan Nutifafa Alagbo er fædd 3.11.2007.

 
Ég bið ykkur að athuga hvort þið getið hugsanlega hjálpað til að finna styrktarforeldra fyrir hana