Rúmlega 40 manns tóku þátt í afmælisfögnuði SPES barnahjálpar til styrktar börnum í Tógó sem haldinn var í Neskirkju þann 5. mars s.l. Saman voru komnir bæði styrktarforeldrar og styrktaraðilar, svo og margir vinir sem vilja gjarnan leggja SPES lið til góðra verka í Tógó.
Formaðurinn Örn Sævar Ingibergsson hóf fundinn með því að kynna starfsemi SPES í gegnum árin.
Forsetafrúin Eliza Reid, sem sjálf er SPES styrktarforeldri en gat ekki sótt fundinn, sendi öflug skilaboð með hjálp tækninnar og hvatti fundargesti til að fara að dæmi hennar,
Halldór F. Þorsteinsson las kafla um Tógó úr bók sinni „Rétt undir sólinni„, Anna Svava Knútsdóttir og Ásta Briem kynntu í máli og myndum þorpin sem SPES rekur, þar sem þær dvöldu í nokkrar vikur fyrir 10 árum. Hrefna Hallgrímsdóttir (þekktust sem Skrítla í Skoppu og Skrítlu) deildi sinni upplifun af ferð sem hún fór í fyrir nokkrum árum ásamt leikurum og öðru fólki.
Boðið var upp á indælis afríkanska súpu frá Sandholt bakaríi og kaffi – á meðan boðnir voru upp fallegir munir frá Tógó sem flestir fengu nýja eigendur. Allur ágóðinn af uppboðinu og af sölu bókar Halldórs, rennur óskertur til SPES og verður kærkominn styrkur fyrir börnin í þorpunum tveimur.
Innilegar þakkir fær Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, fyrir að taka svo fallega á móti okkur og styðja þannig þetta fallega verkefni.
Myndir :
Hrefna Hallgrimsdóttir
Fundargestir
Skúli S. Ólafsson
Anna Svava Knútsdóttir