Aðalfundur SPES árið 2011 haldinn í Neskirkju 26.2.2011 og hófst kl. 10:00.

Mættir eru 12 manns.

Eva María Gunnarsdóttir, varaformaður SPES setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hún stakk upp á Nirði P. Njarðvík sem fundarstjóra og var það samþykkt.

Fundarstjóri tók við stjórn fundarins og tilkynnti um veikindi formannsins og bar henni kveðjur. Eftir að hafa skipað Lenu Magnúsdóttur sem fundarrita gekk hann til dagskrár.

Skýrsla stjórnar
Varaformaður flutti skýrslu stjórnar. Síðastliðið ár var í góðu jafnvægi hjá Íslandsdeild SPES. Starfið í Tógó gengur vel í stórum dráttum, börnin eru 102 í Lomé og 30 í Kpalimé. 47 þeirra hafa íslenska styrktarforeldra. Þeim hefur ekki fjölgað á árinu og nokkrir styrktarforeldrar áttu í erfiðleikum að halda áfram. Núna eru 1-3 börn sem vantar styrktarforeldra að hluta. Við greiðum fyrir þau það sem upp á vantar úr sjóðum deildarinnar. Flestir félagsmanna hafa fengið reglulegar fréttir frá Nirði og Beru og einnig frá starfsfólki í Lomé og Kpalimé. Það er mjögg gott og gaman að fá þessar fréttir og þannig fáum við yfirsýn yfir starfið Börnunum gengur ágætlega í skólanum.

Nokkur börn eru að komast á unglingsár og nú er brýnt að hugsa fyrir aðstöðu fyrir eldri krakkana.

Leikskólinn í Kpalimé, sem byggður var fyrir gjafafé frá Íslandi, var opnaður í september s.l.

Þann 19. febrúar var haldin hátíð í tilefni að starfsemin í Tógó er tíu ára og má sjá myndir á netinu, en þær verða settar á heimasíðu SPES..

Ársreikningur 2010.
Gjaldkeri Íslandsdeildarinnar Bera Þórisdóttir gerði grein fyrir ársreikningnum og var honum jafnframt dreift á fundinum. Heildartekjur voru 18.7 millj.kr. Þar af veru greiðslur frá styrktarforeldrum 6.3 millj.kr. og beinir styrkir fyrirtækja og einstaklinga 12.4 millj.kr. Greiðsla Íslandsdeildar á árinu til SPES International var 15.3 millj.kr.

Gjaldkeri bar síðan ársreikninginn undir aðalfundinn og var hann samþykktur samhljóða.

Kosning stjórnar
Stjórn er kjörin til 3ja ára í senn. Núverandi formaður Ólöf Nordal hefur óskað eftir að láta af formennsku. Henni eru þökkuð góð störf síðustu 3 ár. Eftirfarandi aðilar gefa kost á sér: Formaður, Gísli Benediktsson, varaformaður Jón Sigurðsson, gjaldkeri Bera Þórisdóttir, ritari Lena Magnúsdóttir og meðstjórnandi Eva María Gunnarsdóttir. Þau voru sjálfkjörin þar sem enginn annar bauð sig framStjórn er kjörin til 3ja ára í senn. Núverandi formaður Ólöf Nordal hefur óskað eftir að láta af formennsku. Henni eru þökkuð góð störf síðustu 3 ár. Eftirfarandi aðilar gefa kost á sér: Formaður, Gísli Benediktsson, varaformaður Jón Sigurðsson, gjaldkeri Bera Þórisdóttir, ritari Lena Magnúsdóttir og meðstjórnandi Eva María Gunnarsdóttir. Þau voru sjálfkjörin þar sem enginn annar bauð sig fram. Gísli nýkjörinn formaður þakkaði traustið og gat þess að félagsmenn væru greinilega ánægðir með stjórnina þar sem hún var að stærstum hluta til endurkjörin. Hann sagði jafnframt að brýnt sé að fá fleiri styrktarforeldra og tækifæri eru til staðar. Kosning endurskoðanda

Þórdís Linda Guðjónsdóttir og Loftur Ólafsson voru kosnir endurskoðendur.

Starfið í Togo
Njörður sagði frá því að 19. febrúar var haldið uppá 10 ára starf í Lóme. Á Facebook eru margar skemmtilegar myndir af afmælinu og þar sést hvar börn úr hverfinu eru að koma og dansa og höfðingjar eru þar einnig.

Börnin eru nú alls 132 og hefur ekki fjölgað mikið uppá síðkastið vegna þess að það vantar styrktarforeldra. Starfið gengur vel, nýr formaður er í Spes Togo. Um 90 félagsmenn eru núna í Spes Togo og endurskipulagning hefur gengið vel.

Börnin hafa fengið tækifæri til að dvelja á heimilum „vinafjölskyldna“ til að kynnast venjulegu heimilislífi. Unglingunum finnst að sér þrengt og samþykkt var á síðasta fundi í París að gefa þeim meira frelsi og vera meira sjálfráða. Næsta verkefni okkar er að koma upp unglingaheimili. Lengi hefur verið beðið eftir lóð nálægt Spes heimilinu en það hefur ekki gengið. Ákveðið hefur verið að leiga tvö hús, fyrir stúlkur og pilta. Spes Togo ákveður hvaða börn munu flytjast og vonandi verður það á þessu ári. Þetta er þáttur í því að börnin fái meiri ábyrgð.

Í Kpalime eru börnin 30 og þar gengur allt ljómandi vel. Leikskólinn sem byggður var fyrir íslenskt gjafafé tók til starfa í haust. Hann er sambland af leikskóla og forskóla og er rekinn af bænum en áður var þar engin slíkur skóli. Hann er nú þegar fullsetinn. Beðið hefur verið um að við reisum múr í kringum skólalóðina. Málið verður tekið uppá fulltrúaráðsfundi í París í maí.

Njörður er ræðismaður Togo á Íslandi og fékk utanríkisráðuneytið til að styrkja uppbyggingu á skólum sem fóru illa í flóðum. Spes var fengið til að sjá um þessar framkvæmdir og gerði það í Norður Togo. Það var ánægjulegt að heimamenn lögðu fram fé sjálfir og tveir skólar voru byggðir. Fólk úr héraðinu vann í sjálfboðavinnu til að þetta gæti gengið upp. Skólarnir voru opnaðir í haust.

Sjálfboðaliðar hafa verið duglegir að hafa samband og Anna Svava Knútsdóttir og Ásta Briem eru að fara til Togo í maí og ætla að dveljast á heimilinu í tvo mánuði til að gera heimildarmynd

Ragnheiður spurði um heilsufar barnanna og þá kannski sérstaklega eyðni. Njörður sagði frá því að í byrjun var ein stúlka sýkt og hún lést. Eftir það var tekið ákvörðum um að styrkja frekar slíkar stofnanir sem sjá um þessi mál en taka ekki við þessum börnum. Tannlæknir, heimilislæknir og barnasálfræðingar koma reglulega og skoða börnin.

Helga spurði um ættleiðingar frá Tógó og Njörður sagði að hann hefði verið að vinna í þessu sem ræðismaður en tvíhliða samningur er á milli Íslands og Togo í þessum efnum. Ráðuneytið á Íslandi hefur með þessi mál að gera en Íslensk ættleiðing sér um alla vinnuna. Núna eru þrjár umsóknir á leiðinni til Tógó, en það er jafnframt ljóst að börn sem búa á heimilum SPES verða ekki ættleidd.

Anna Svava spurði hvort styrktarforeldrar hittust einhvern tíma. Njörður svaraði því til að það væri nauðsynlegt að hittast. Það er misjafnt hvernig foreldrar sinntu börnunum sínum og við höfum hvatt þau til að senda póstkort og láta vita af sér. Það þarf lítið til að gleðja börnin.

Eva María sagði frá því að við gáfum úr okkar sjóði jólagjafir þannig að öll börnin fengu gjafir á þessu ári. Í Kpalimé fengu allir gjafir á koddann

Að frumkvæði Ólafar Örvarsdóttur var stofnuð undirnefnd á staðnum, til að safna styrkjum, skólavörum og öðrum gjöfum. Í nefndinni eru Ólöf Örvarsdóttir, Ragnheiður Davíðsdóttir, Hólmfríður Gunnarsdóttir og Anna Svava Knútsdóttir.

Bera og Njörður fara til Tógó í maí og Anna Svava og Ásta Briem fara svo í júní, þannig að það er tækifæri til að senda bréf og smágjafir.

Fundaslit

Gísli þakkaði öllum fyrir komuna. Hann þakkaði einnig fyrir stuðninginn og sleit fundi klukkan 11:15.