Fundarstjorinn (Vésteinn Ólason) og formaðurinn (Örn S. Ingibergsson)
„Fundarstjóri, kæru styrktarforeldrar og aðrir velunnarar SPES.
Starf Íslandsdeildar SPES gekk prýðilega fyrir sig árið 2023, við erum að mestu laus við Covid og því lítið sem hamlar daglegri starfsemi. Stjórnarmönnum SPES hvort sem er í Tógó, Frakklandi, Íslandi eða annars staðar hafa unnið að framgangi SPES af heilindum og dugnaði.
Í lok síðasta árs voru alls 130 börn á báðum heimilunum og nokkur fjöldi unglinga. Við erum ekki með tölu á hvað margir unglingar eru í umsjón SPES því sumir þeirra eru í námi eða búa hjá ættmönnum eða iðnmeisturum. Í Lomé voru 58 börn og í Kpalimé, 72 börn.“
Lesa meira hér: Skýrsla formanns árið 2023