Á fundinum sem var haldinn mán. 6. maí s.l., var samkvæmt dagskrá ný stjórn kosin og eftirfarandi lagabreytingar samþykktar einroma:
- 3. grein hljóðar svo:
„Félagsmenn eru þeir sem greiða árgjald félagsins eða eru styrktarforeldrar. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi. Ævifélagar eru þeir sem gefa félaginu kr. 100.000 eða meira. Árgjald skal greiða á fyrstu þremur mánuðum hvers árs, styrktarforeldrar greiða mánaðarlega framfærslu með hverju barni. Greiði félagsmaður ekki árgjald á tilsettum tíma er litið svo á að hann hafi sagt sig úr félaginu. Greiðslu árgjalds fylgir sjálfkrafa skráning í félagið. Félagsmenn eru jafnframt félagar í SPES INTERNATIONAL.“
Lagt er til að „Ævifélagar eru þeir sem gefa félaginu kr. 100.000 eða meira“ verði fellt út og eftirfarandi texti bættur við í staðinn:
- „Félagsmenn eru þeir sem greiða árgjald félagsins eða eru styrktarforeldrar. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi. Heimilt er að gera velunnara SPES að ævifélögum hafi þeir styrkt félagið með myndarlegum upphæðum eða stutt það með einstökum hætti. Árgjald skal greiða á fyrstu þremur mánuðum hvers árs, styrktarforeldrar greiða mánaðarlega framfærslu með hverju barni. Greiði félagsmaður ekki árgjald á tilsettum tíma er litið svo á að hann hafi sagt sig úr félaginu. Greiðslu árgjalds fylgir sjálfkrafa skráning í félagið. Félagsmenn eru jafnframt félagar í SPES INTERNATIONAL.“
Tillagan samþykkt einróma.
- 7. grein hljóðar svo:
„Aðalfundur skal haldinn árlega á fyrri helmingi ársins. Á aðalfundi skal flutt skýrsla stjórnar, reikningar liðins árs lagðir fram til samþykktar. Stjórn og varamenn skal kjósa til þriggja ára í senn. Á aðalfundi má breyta lögum félagsins skv. skriflegum tillögum sem sendar eru með fundarboði. Aðalfund skal boða með tölvupósti og /eða skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Hver félagsmaður hefur yfir einu atkvæði að ráða. Félagsmaður getur framvísað undirrituðu umboði/atkvæði frá öðrum félagsmanni. (undirritað umboð gildir sem eitt atkvæði)“
Lagt er til að bætt verði ein efnisgrein:
- „Aðalfundur skal haldinn árlega á fyrri helmingi ársins. Á aðalfundi skal flutt skýrsla stjórnar, reikningar liðins árs lagðir fram til samþykktar. Stjórn og varamenn skal kjósa til þriggja ára í senn. Á aðalfundi má breyta lögum félagsins skv. skriflegum tillögum sem sendar eru með fundarboði. Á aðalfundi þar sem stjórn Íslandsdeildar SPES er kosin skal einnig tilnefna fimm félagsmenn í fulltrúaráð SPES INTERNATIONAL. Aðalfund skal boða með tölvupósti og /eða skriflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Hver félagsmaður hefur yfir einu atkvæði að ráða. Félagsmaður getur framvísað undirrituðu umboði/atkvæði frá öðrum félagsmanni. (undirritað umboð gildir sem eitt atkvæði)“
Tillagan samþykkt einróma
Fundargerðin í heild sinni er hér: Fundargerð aðalfundar 2024